Heim flag

Hálfmaraþon

Hálfmaraþon er 21,1 km langt. Í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu árið 1984 tóku 68 þátt í hálfu maraþoni en árið 2015 voru 2.488 hlauparar skráðir til þátttöku í hálfmaraþon Reykjavíkurmaraþons.

Þátttakendur

Allir sem náð hafa 15 ára aldri geta skráð sig og tekið þátt í hálfmaraþoni Reykjavíkurmaraþons. Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar taki þátt í þessari vegalengd enda ekki á allra færi að hlaupa rúman 21 kílómeter.

Skráning

Skráning í hálfmaraþon fer fram á vef Reykjavíkurmaraþons en einnig er hægt að skrá sig á skráningarhátíðinni. Athugið þó að þátttökugjald hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi og því borgar sig að skrá sig tímanlega. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.

Leiðin

Hlaupið hefst eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons í Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík og endar á sama stað. Hlaupið er um eftirfarandi götur og stíga: 

Lækjargata, Fríkirkjuvegur, Skothúsvegur, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðsgrandi, Ánanaust, Fiskislóð, Grandagarður, Mýrargata, Geirsgata, Kalkofnsvegur, Sæbraut í austur, Sægarðar, Sæbraut í vestur, Kalkofnsvegur og Lækjargata.

Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Smellið hér til að skoða kort af hlaupaleiðinni.

Verðlaun

Allir hlauparar sem koma í mark fá verðlaun. Í hálfmaraþoni er auk þess veitt verðlaunafé til fyrstu þriggja karla og kvenna ásamt fleiri glæsilegum verðlaunum. Sjá nánar hér.

Tímataka

Sjálfvirk tímataka er í hálfmaraþoninu og þurfa allir sem taka þátt að hafa tímatökuflögu fasta í skóreimunum til að fá skráðan tíma. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um tímatöku.

Aldursflokkar

Keppt er í sex aldursflokkum karla og kvenna og fær fyrsti hlaupari í hverjum flokki verðlaun. Sjá nánar hér.


Sendu okkur póst á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  ef þig vantar nánari upplýsingar um hálfmaraþonið.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.