Heim flag

Furðufatahlaup Georgs

Furðufatahlaup Georgs fer fram í Hljómskálagarðinum laugardaginn 19.ágúst og er ætlað fyrir börn 8 ára og yngri. Hægt er að skrá börn allt upp í 10 ára. Bent er á að líklega hentar 3 km skemmtiskokkið eldri en 8 ára betur. Tímasetningar og nánari upplýsingar um dagskrá verða auglýstar þegar nær dregur.

Smelltu hér til að skrá barn til þátttöku. Einnig verður hægt að skrá börn í hlaupið á skráningarhátíðinni í Laugardalshöll en athugið að þá er þátttökugjaldið hærra. Smelltu hér til að skoða verðskrána

Þátttökugjald

Þátttökugjöld í Furðufatahlaup Georgs 2017 eru frá 1.100 kr til 1.400 kr ef forskráð er á vefnum en 1.600 kr ef skráð er á skráningarhátíð í Laugardalshöll. Sjá nánar í verðskrá hér.

Innifalið í þátttökugjaldinu er m.a. bolur sem verður afhentur með hlaupagögnum á skráningarhátíð í Laugardalshöll.

Foreldrar sem fylgja börnum í Furðufatahlaupi Georgs eru ekki skráðir og þurfa ekki að greiða þátttökugjald. Veittur er fjölskylduafsláttur ef foreldri/forráðamaður hleypur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og tvö eða fleiri börn. Sjá nánar í verðskrá.

Skráningarhátíð

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram í Laugardalshöll. Á skráningarhátíðinni geta forskráðir þátttakendur nálgast hlaupagögn sín og þeir sem eiga eftir að skrá sig geta einnig gert það á staðnum. Smelltu hér til að fá upplýsingar um opnunartíma.

krakkamarathon-2016

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.