Heim flag

Furðufatahlaup Georgs

furdufatahlaup-FB ad-m.texta

Furðufatahlaup Georgs fer fram í Hljómskálagarðinum laugardaginn 19.ágúst og er ætlað fyrir börn 8 ára og yngri. Hægt er að skrá börn allt upp í 10 ára. Bent er á að líklega hentar skemmtiskokkið eldri en 8 ára betur.

Þátttakendur eru hvattir til að finna skemmtilegar flíkur eða nota hefðbundnar flíkur á óhefðbundinn hátt. Mælt er með því að foreldrar gefi börnum lausan tauminn í fataskápnum og leyfi ímyndunarafli þeirra að ráða.

Skemmtidagskrá fyrir börnin hefst klukkan 13:00 og keppendur verða ræstir út milli klukkan 15 og 15:30.

Hægt verður að skrá börn til þátttöku og sækja gögn þeirra sem forskráðu sig í tjaldi í suðurenda Hljómskálagarðar frá klukkan 12:30 á hlaupdag.

 

Skemmtidagskrá

Frá klukkan 13 og þar til hlaupið hefst verður nóg um að vera í Hljómskálagarðinum fyrir alla þátttakendur í Furðufatahlaupi Georgs.

Á meðal þess sem í boði verður er:

• Leikhópurinn Lotta skemmtir
• Hoppukastalar
• Bogfimi
• Andlitsmálning
• Klifurveggur
• Bubblubolti
• Fussball
• Minigolf
• Og margt fleira skemmtilegt


Hlaupið

Furðufatahlaup Georgs verður ræst milli klukkan 15:00 og 15:30 á Skothúsvegi við Bjarkargötu. Ræst verður í mörgum hópum og því er engin þörf á að vera mætt við rásmarkið á slaginu 15:00.

Hlaupin verður um 600 m leið um Skothúsveg, Fríkirkjuveg og endað í Lækjargötu þar sem verðlaun verða afhent.

Smelltu á kortið hér fyrir neðan til að skoða stærra.

furdufatahlaup-georgs-kort-2017

 

Þátttökugjald

Þátttökugjöld í Furðufatahlaup Georgs 2017 eru frá 1.100 kr til 1.400 kr ef forskráð er á vefnum en 1.600 kr ef skráð er á skráningarhátíð í Laugardalshöll eða á staðnum á hlaupdag. Sjá nánar í verðskrá hér.

Innifalið í þátttökugjaldinu er derhúfa, sólgleraugu og límmiða tattú sem afhent verður með hlaupagögnum á skráningarhátíð í Laugardalshöll.

Foreldrar sem fylgja börnum í Furðufatahlaupi Georgs eru ekki skráðir og þurfa ekki að greiða þátttökugjald. Veittur er barnaafsláttur ef foreldri/forráðamaður skráir sig í aðrar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á sama tíma og tvö eða fleiri börn eru skráð í Furðufatahlaup Georgs. Sjá nánar í verðskrá.

Skráningarhátíð

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram í Laugardalshöll. Á skráningarhátíðinni geta forskráðir þátttakendur nálgast hlaupagögn sín og þeir sem eiga eftir að skrá sig geta einnig gert það á staðnum. Smelltu hér til að fá upplýsingar um opnunartíma.

krakkamarathon-2016

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.