Heim flag

Merkingar þátttakenda

hlaupanumerin-an-texta

Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þurfa að festa framan á sig hlaupnúmer. Þetta er gert til að starfsmenn viti hverjir eru þátttakendur í keppninni og hverja þeir eiga að þjónusta með drykki, vegvísun o.fl. Einnig eru merkingarnar mikilvægar fyrir tímatöku og myndatöku í hlaupinu. 

Festa þarf hlaupnúmerið að framan og hver vegalengd á sinn lit og sína númeraröð.

Óskað er eftir því að þátttakendur skrái nafn, kennitölu, mikilvægar heilsufarsupplýsingar ásamt upplýsingum aðstandanda sem hægt er að hafa samband við ef eitthvað kemur uppá.

Fatlaðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta haft með sér einn aðstoðarmann í hlaupinu sér að kostnaðarlausu ef þeir óska þess. Aðstoðarmaður fær merkingu sem sýnir að hann megi vera á hlaupabrautinni en hann fær ekki tíma, bol eða önnur gögn hlaupsins. Reykjavíkurmaraþon útvegar ekki aðstoðarmenn.

Hraðastjórar verða í 10 km, hálfmaraþoni og maraþoni til að hjálpa þátttakendum við að ná hraðamarkmiðum sínum. Hraðastjórarnir munu hlaupa áður nefndar vegalengdir á ákveðnum jöfnum hraða. Þeir verða í merktum vestum og með blöðrur til að hlauparar geti fylgt þeim.

Sjá nánar um hraðahólf hér.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.