Heim flag

Fatlaðir

Fatlaðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru eins og aðrir þátttakendur í hlaupinu á eigin ábyrgð. Vakin er sérstök athygli á því að hlaupabrautin getur verið á köflum erfið yfirferðar fyrir hjólastóla og önnur hjálpartæki. Má þar nefna hraðahindranir og stíga sem geta verið hættulegir.

Fylgdarmenn

Fatlaðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta haft með sér einn fylgdarrmann í hlaupinu sér að kostnaðarlausu ef þeir óska þess. Fylgdarmaður fær merkingu sem sýnir að hann megi vera á hlaupabrautinni en hann fær ekki tíma, bol eða önnur gögn hlaupsins.

Skrá þarf fylgdarmann með því að senda nafn hans ásamt nafni og kennitölu þátttakenda sem hann fylgir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Fylgdarmaður fær afhent sérmerkt þátttökumerki á úrlausnaborði á skráningarhátíðinni.

Þátttakendur í hjólastól

Þátttakendur í hjólastólum og með önnur hjálpartæki þurfa af öryggisástæðum að vera aftast í upphafi hlaups (sjá hraðahólf í tímatökuvegalengdum)Hlaupabrautin er ekki alveg lokuð umferð og því mikilvægt að sýna aðgát. Sérstaklega þurfa þátttakendur í lágum hjólastólum sem ökumenn sjá illa að fara varlega.

Allir þátttakendur fá verðlaunapening þegar þeir koma í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og fá skráðan tíma hafi þeir tekið þátt í vegalengd með tímatöku. Þátttakendur í hjólastól geta ekki unnið verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti í hverri vegalengd eða aldursflokkaverðlaun.

Þátttkendur í hjólastól eru vinsamlega beðnir að haka við það í skráningarferlinu að þeir muni taka þátt í hlaupinu í hjólastól. Þegar nær dregur hlaupi munu þeir fá sendar upplýsingar er varða öryggi þeirra og annarra í hlaupinu. 

 

hjolastoll2

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.