Heim flag

Afhending gagna 2018

Mikilvægt er að allir þátttakendur komi og sæki hlaupagögnin sín dagana 12.-13. júlí m.a. til að missa ekki af síðustu upplýsingum fyrir hlaupið.

Afhending hlaupagagna fer fram í Laugardalshöll, gengið er inn að framanverðu þ.e. frá Engjavegi. Hlaupagögn verða afhent fimmtudaginn 12. júlí milli kl. 12:00 og 17:00 og föstudaginn 13. júlí milli kl. 09:00 og 17:00.

Athugið að farangur sem flytja á að Bláfjallakvísl þarf að berast í Laugardalshöll fyrir kl. 17:00 föstudaginn 13. júlí. Ekki er tekið á móti farangri í plastpokum, eingöngu í litlum töskum/bakpokum, sjá nánar hér.

Við afhendingu hlaupagagna þarf að undirrita skilmála og framvísa persónuskilríkjum.

Þau sem pöntuðu rútu og mat þurfa að greiða fyrir það við afhendingu gagna.

2015-number-pickup

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.