Heim flag

 • 19.ágúst 2017

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19.ágúst. Þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.  Smelltu hér til að skoða dagskrá hlaupdags. 
 • Hlaupastyrkur.is

  Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar geta skráðir þátttakendur safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu.   

 • Powerade Sumarhlaupin

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.
 • Gjafabréf

  Gjafabréf í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar. Gjafabréfið gildir í fjögur ár sem greiðsla í alla viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Smelltu hér til að kaupa. 
 • 34. hlaupið

  Reykjavíkurmaraþon fer fram í 34.sinn laugardaginn 19.ágúst 2017. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt. Árið 2016 tóku rúmlega 15 þúsund manns þátt í hlaupinu.

Uppskeruhátíð áheitasöfnunar 2016

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka á vefnum hlaupastyrkur.is gekk frábærlega í ár. Í heild söfnuðust rúmlega 97 milljónir sem er nýtt met í áheitasöfnun hlaupsins. Þessa dagana eru síðustu greiðslur að berast frá síma- og kortafyrirtækjum og því verða áheitin greidd inn á reikninga góðgerðafélaganna eftir helgi. Í áheitaskýrslu hlaupsins má sjá lista yfir upphæðirnar sem hvert félag fær greitt.

Miðvikudaginn 9.nóvember næstkomandi kl.17:30-18:30 verður haldin uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2016. Þar fá þeir einstaklingar sem söfnuðu mestu viðurkenningu og tvö góðgerðafélög sem voru dregin úr hópi þeirra félaga sem voru með hvatningarstöð í hlaupinu fá verðlaun. Það er Íslandsbanki, aðal samstarfsaðili hlaupsins, sem býður góðgerðafélögum, hlaupurum og skipuleggjendum hlaupsins í útibú sitt á Granda. Markmiðið með hátíðinni er að gefa þessum aðilum færi á að hittast og fagna saman góðum árangri söfnunarinnar á hlaupastyrkur.is. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Stofnaður hefur verið viðburður á facebook þar sem allir sem ætla að mæta eru beðnir um að merkja við sig. Einnig er hægt að boða komu sína með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

hlaupastyrkur 2016-loka

Takk fyrir daginn

33. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er nú lokið. Veðrið var frábært í Reykjavík í dag og sérstaklega skemmtilegt hversu margir komu út til að hvetja hlauparana.

Rúmlega 15 þúsund þátttakendur tóku þátt að þessu sinni. Hægt er að sjá úrslit hér og nokkrar myndir frá hlaupdeginum hér.

Áheitasöfnunin er ennþá í fullum gangi inni á hlaupastyrkur.is en lokað verður fyrir áheitasöfnunina á miðnætti á mánudaginn þann 22. ágúst. Nú þegar hafa safnast meira en 90 milljónir til góðra málefna.

Reykjavíkurmaraþon vill þakka þátttakendum, starfsfólki, samstarfsaðilum og áhorfendum fyrir frábæran dag.

harpa2016

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.