Heim flag

 • 18.ágúst 2018

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.  Skráning í hlaupið hefst í janúar 2018. 
 • Hlaupastyrkur.is

  Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar geta skráðir þátttakendur safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu.   

 • Powerade Sumarhlaupin

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.
 • Gjafabréf

  Gjafabréf í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar. Gjafabréfið gildir í fjögur ár sem greiðsla í alla viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Smelltu hér til að kaupa. 
 • 35. hlaupið

  Reykjavíkurmaraþon fer fram í 35.sinn laugardaginn 18.ágúst 2018. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt. Árið 2017 tóku rúmlega 14 þúsund manns þátt í hlaupinu.

Tökum þátt - heilsunnar vegna

KvennahlaupÁ morgun laugardaginn 20.júní fer tuttugasta Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram á 90 stöðum hér á landi og 20 stöðum erlendis.

Í ár er yfirskrift hlaupsins “TÖKUM ÞÁTT – HEILSUNNAR VEGNA” að tilefni samstarfs ÍSÍ við Krabbameinsfélag Íslands.

Fjölbreytt dagskrá verður um allt land á hlaupastöðum en í Garðabæ hefst dagskrá kl: 13:30 þar sem Hrafnkell og Jónsi úr Svörtum fötum halda uppi stemningunni, Helga Braga kemur og skemmtir, Kvennatríó frá FÍH syngja söngleikjalög og Sjóvá kórinn tekur nokkur lög. Hlaupið verður ræst kl.14:00. Í Mosfellsbæ, á Akureyri og Egilsstöðum hefst hlaupið kl.11:00.

Allar upplýsingar um hlaupastaði og forsölu á bolum er að finna á sjova.is.

Bolur ársins

Hressar stelpur í maraþonbolumVenju samkvæmt er stuttermabolur innifalinn í þátttökugjöldum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Bolur ársins er rauður bómullarbolur sem bæði er hægt að fá í karla- og kvennasniði fullorðinna og þremur barnastærðum. Fullorðins bolirnir eru úr fínni bómull (soft style cotton) en barnabolirnir úr grófari bómull (heavy cotton). Sömu bolir eru í boði fyrir allar vegalengdir hlaupsins. Sérmerktir bolir eru fyrir þátttakendur í Latabæjarhlaupinu en þar er boðið uppá fjórar barnastærðir.


Til að fólk geti betur gert sér grein fyrir hvaða stærðir henta þeim höfum við útbúið töflur með upplýsingum um stærðir bolanna í sentímetrum. Smellið hér til að skoða upplýsingar um bolastærðir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2009.


Skráning í Reykjavíkurmaraþonið er komin af stað á fullum krafti. Athugið að skráningargjaldið hækkar eftir því sem nær dregur hlaupinu. Smellið hér til að skoða verðskrá hlaupsins.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.