Heim flag

 • 18.ágúst 2018

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.  Skráning í hlaupið hefst í janúar 2018. 
 • Hlaupastyrkur.is

  Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar geta skráðir þátttakendur safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu.   

 • Powerade Sumarhlaupin

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.
 • Gjafabréf

  Gjafabréf í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar. Gjafabréfið gildir í fjögur ár sem greiðsla í alla viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Smelltu hér til að kaupa. 
 • 35. hlaupið

  Reykjavíkurmaraþon fer fram í 35.sinn laugardaginn 18.ágúst 2018. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt. Árið 2017 tóku rúmlega 14 þúsund manns þátt í hlaupinu.

Ekkert lát á forskráningu í Reykjavíkurmaraþonið

Reykjavíkurmaraþon ÍslandsbankaSkráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer í miðborg Reykjavíkur 22.ágúst næstkomandi gengur vonum framar. Þann 25.júní síðastliðinn voru skráningartölur bornar saman við sama tíma í fyrra og kom í ljós fjölgun milli ára um 22%. Ekkert lát hefur verið á forskráningu í hlaupið síðan þá því nú er fjölgun frá því á sama tíma í fyrra orðin 88%.

Þann 10.júlí 2008 voru 953 hlauparar búnir að skrá sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþonið. Síðastliðin föstudag voru 1788 skráðir, 926 konur og 862 karlar. Flestir hafa skráð sig til þátttöku í 10 km hlaupinu eða 668 en 542 eru skráðir í hálft maraþon. Í heilt maraþon eru skráðir 463 hlauparar en skráning er lítið farin af stað í skemmtiskokkið þar sem aðeins 115 forskráð sig.

Það stefnir í fjölmennt og skemmtilegt Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst. Smelltu hér til að skrá þig.

Gunnlaugur hleypur fyrir Grensás

Ofurhlauparinn Gunnlaugur A. Júlíusson er þessa dagana að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar í tengslum við Landsmót UMFÍ. Hann lagði af stað á sunnudag og ætlar að ljúka hlaupinu á mótssetningu Landsmótsins á föstudag. Með hlaupinu vil Gunnlaugur leggja lið og vekja athygli á fjársöfnun fyrir Grensásdeild sem Edda Heiðrún Backman ýtti úr vör fyrir nokkru. Hlaupið er jafnframt minningarhlaup um Jón H. Sigurðsson hlaupara frá Úthlíð. 

UMFÍ skipuleggur hlaupið ásamt Gunnlaugi, en Rás 2 annast kynningu og umfjöllun um hlaupið á opinberum vettvangi. Verkefnið ber heitið ,,Á rás fyrir Grensás". Frá 5. - 10. júlí verður umfjöllun um hlaupið á Rás 2 milli 14:00 og 16:00. Þeir sem vilja heita á Gunnlaug og leggja því lið að styrkja og efla Grensásdeild geta lagt inn á reikning 0130-26-9981 en kennitalan er 660269-5929.

Nánari upplýsingar um hlaup Gunnlaugs má nálgast á heimasíðu UMFÍ.

Hollvinir Grensás er eitt af þeim góðgerðafélögum sem hægt er hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst næstkomandi. Þátttakendur geta valið um góðgerðafélag til að hlaupa fyrir og fengið vini og kunningja til að heita á sig. Ljúki þeir hlaupinu renna áheitin til viðkomandi góðgerðarfélags. Smellið hér til að skoða góðgerðafélögin sem hægt er að hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.