Heim flag

 • 18.ágúst 2018

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.  Skráning í hlaupið hefst í janúar 2018. 
 • Hlaupastyrkur.is

  Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar geta skráðir þátttakendur safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu.   

 • Powerade Sumarhlaupin

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.
 • Gjafabréf

  Gjafabréf í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar. Gjafabréfið gildir í fjögur ár sem greiðsla í alla viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Smelltu hér til að kaupa. 
 • 35. hlaupið

  Reykjavíkurmaraþon fer fram í 35.sinn laugardaginn 18.ágúst 2018. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt. Árið 2017 tóku rúmlega 14 þúsund manns þátt í hlaupinu.

Ný hlaupaleið í skemmtiskokki

Skemmtiskokk Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka verður með breyttu sniði í ár. Tekin verður í notkun ný og skemmtileg hlaupaleið um Hljómskálagarð og í kringum Tjörnina. Vegalengdin er áfram 3 km og hentar því fyrir fólk á öllum aldri.


Hlaupið hefst kl. 11.30 í Lækjargötu eins og áður. Þátttökugjöld í skemmtiskokki eru kr. 1.700 í forskráningu en kr. 2.100 ef skráð er á skráningarhátíð í Laugardalshöll 21.ágúst. Það er því um að gera að skrá sig hér á netinu. Börn yngri en 12 ára greiða 800 kr og fæst afsláttur ef skráð eru fleiri en eitt barn. Forskráningu á vefnum lýkur miðvikudaginn 19.ágúst. 


Smellið á kortið til að sjá það stærra og átta ykkur betur á hlaupaleiðinni. Einnig má sjá nánari leiðarlýsingu hér.

Það geta allir tekið þátt!

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er fjölmennur og skemmtilegur viðburður sem hægt er að taka þátt í á ýmsa vegu eins og t.d. hlaupa, heita á hlaupara eða hvetja hlaupara.


Það er sérstök upplifun að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Mikill fjöldi þátttakenda og fallegar hlaupaleiðir í Reykjavík skapa frábæra stemningu sem erfitt er að lýsa með orðum. Smelltu hér til að skrá þig í eina af þeim fimm veglengdum sem í boði eru.


Margir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hlaupa til styrktar góðu málefni. Með því að heita á hlaupara hvetur þú þá til dáða og lætur jafnframt gott af þér leiða. Smelltu hér til að heita á hlaupara.


Það er fátt skemmtilegra fyrir hlaupara en að fá hvatningu á hlaupaleiðinni. Smá klapp eða uppörvandi hrós veitir ótrúlega mikla auka orku. Farðu út á götu til að fylgjast með og hvetja hlauparana áfram. Smelltu hér til að skoða kort af hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2009.

 

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.