Heim flag

 • 18.ágúst 2018

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.  Skráning í hlaupið hefst í janúar 2018. 
 • Hlaupastyrkur.is

  Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar geta skráðir þátttakendur safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu.   

 • Powerade Sumarhlaupin

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.
 • Gjafabréf

  Gjafabréf í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar. Gjafabréfið gildir í fjögur ár sem greiðsla í alla viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Smelltu hér til að kaupa. 
 • 35. hlaupið

  Reykjavíkurmaraþon fer fram í 35.sinn laugardaginn 18.ágúst 2018. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt. Árið 2017 tóku rúmlega 14 þúsund manns þátt í hlaupinu.

Þarftu aðstoð við að stjórna hraðanum?

10 km hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka býðst aðstoð við að ná hraðamarkmiðum sínum í hlaupinu. Fimm hraðastjórar sem munu hlaupa 10 km á ákveðnum jöfnum hraða verða í merktum vestum og með blöðrur til að hlauparar geti fylgt þeim.

Hraðastjórarnir eru allir vanir hlauparar og munu hlaupa á eftirfarandi tímum:

 • 40 mínútur – Birgir Sævarsson
 • 45 mínútur – Ingólfur Arnarsson
 • 50 mínútur – Elín Ruth Reed
 • 55 mínútur – Sigrún Erlendsdóttir
 • 60 mínútur – Jóhanna Eiríksdóttir

Hraðastjórar verða til viðtals á skráningarhátíð í Laugardalshöllinni föstudaginn 21.ágúst.

 

Hlaupið frá Hljómskálagarðinum í Latabæjarhlaupinu

Latabæjarhlaupið í ár verður hlaupið frá Hljómskálagarðinum. Elstu börnin (8 og 9 ára) hlaupa 2 km leið frá Sóleyjargötu í kringum Tjörnina og til baka aftur (gul leið). Börn á aldrinum 6-7 ára hlaupa 1,5 km leið frá Bjarkargötu í kringum Tjörnina og enda aftur í Bjarkargötu (rauð leið). Yngstu börnin (5 ára og yngri) hlaupa 700 metra hring í Hljómskálagarðinum (græn leið).


Ólíkir aldurshópar barna eru látnir hlaupa á mismunandi tímum og stað til að börnin fái meira út úr hlaupinu og hafi meira pláss til að hlaupa. Smellið á kortið til að kynna ykkur nánar hlaupaleiðir Latabæjarhlaupsins. Nánari upplýsingar um skipulag hlaupsins má einnig finna með því að smella hér.


Fyrir hlaup verður upphitun á sviði í suðurenda Hljómskálagarðsins þar sem bæði Íþróttaálfurinn og Solla Stirða koma við sögu. Eftir hlaupið verður síðan skemmtidagskrá á sama sviði. Upphitun hefst kl. 12:40 en hlauparar verða ræstir af stað á bilinu kl. 13:00-13:15. Smellið hér til að skoða dagskrá dagsins.


Þátttökugjaldið í Latabæjarhlaupið er það sama og undanfarin ár kr. 800. Skráning fer fram hér á vefnum.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.