Heim flag

 • 18.ágúst 2018

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.  Skráning í hlaupið hefst í janúar 2018. 
 • Hlaupastyrkur.is

  Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar geta skráðir þátttakendur safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu.   

 • Powerade Sumarhlaupin

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.
 • Gjafabréf

  Gjafabréf í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar. Gjafabréfið gildir í fjögur ár sem greiðsla í alla viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Smelltu hér til að kaupa. 
 • 35. hlaupið

  Reykjavíkurmaraþon fer fram í 35.sinn laugardaginn 18.ágúst 2018. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt. Árið 2017 tóku rúmlega 14 þúsund manns þátt í hlaupinu.

Forskráningu lýkur í dag

Á miðnætti í kvöld lýkur forskráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á netinu. Það fer því hver að verða síðastur að skrá sig í hlaupið á forskráningarverðinu. Smelltu hér til að skrá þig.


Föstudaginn 21.ágúst þurfa allir þátttakendur í hlaupinu að koma á skráningarhátíðina í Laugardalshöll og sækja keppnisgögn (bol, númer o.fl.). Þann dag verður einnig hægt að skrá sig í hlaupið. Laugardalshöllin er opin frá kl.10:00-19:00.


Þrátt fyrir að skráningu hlaupara ljúki á netinu í kvöld verður áfram hægt að heita á hlaupara. Opið verður fyrir áheit til miðnættis mánudaginn 24.ágúst. Smelltu hér til að heita á hlaupara.

Auðvelt að heita á hlaupara

Líkt og undanfarin ár geta hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hlaupið til styrktar góðum málefnum. Við skráningu í hlaupið hér á marathon.is geta hlauparar valið sér góðgerðafélag sem fær þá fjárhæð sem viðkomandi safnar.

Hlauparar geta síðan farið á „mínar síður“ og þaðan sent vinum og vandamönnum áskorun um að heita á sig. Þannig fá hlauparar ennþá meiri hvatningu um að standa sig vel og klára hlaupið og leggja góðu málefni lið um leið. 

Það eru þó ekki aðeins vinir og vandamenn sem geta heitið á hlaupara því listi yfir alla sem hlaupa til góðs er birtur hér á marathon.is. Hver sem er sem hefur aðgang að tölvu og kreditkorti getur farið á heimasíðuna og heitið upphæð að eigin vali á þau málefni og/eða einstaklinga sem þeim lýst best á.

Íslandsbanki mun eins og áður heita á starfsmenn sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og renna áheitin óskipt til þeirra góðgerðafélaga sem starfsmenn kjósa að hlaupa fyrir. Sú breyting verður á áheitum bankans á starfsmenn að í ár verður greidd föst upphæð til starfsmanns m.v. þá vegalengd sem viðkomandi hleypur.

Smellið hér til að kynna ykkur nánar góðgerðamálin.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.