• Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 19.apríl 2018, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103.sinn. Boðið er uppá 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 10.maí 2018 fer Fjölnishlaupið fram í 29.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 5 km og 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 á Sumarsólstöðum. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 4.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2018 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

30 ára afmælishlaup í Grafarvoginum

Framundan er Fjölnishlaup Gaman Ferða, annað hlaupið af fimm á dagskrá Powerade Sumarhlaupanna 2018. Hlaupið verður ræst í 30.sinn fimmtudaginn 10.maí kl.11:00 frá Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum í Grafarvogi. Í Fjölnishlaupi Gaman Ferða er boðið upp á vegalengdir fyrir bæði byrjendur og vana hlaupara: 10 km hlaup, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í 10 km hlaupi, 5 km hlaup og 1,4 km skemmtiskokk.

Forskráning í 10 km og 5 km hlaupin fer fram á hlaup.is og er opin til miðnættis miðvikudaginn 9.maí. Allir eru hvattir til að forskrá sig í þessar vegalengdir því þátttökugjald er lægra í forskráningu en á staðnum. Skráning í skemmtiskokk fer fram á staðnum og er aðeins 1.000 kr á mann en hver fjölskylda greiðir að hámarki 3.000 kr (4 og fleiri). Afhending gagna og skráning á staðnum verður kl.9:00-10:30 í anddyri Grafarvogslaugar í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum.

Að hlaupi loknu geta allir fengið Powerade og frítt í sund í einhverja af sundlaugum Reykjavíkur. Athugið þó að Grafarvogslaug er lokuð vegna viðgerða. Á meðal glæsilegra útdráttarverðlauna sem dregin verða út að hlaupi loknu eru tvö 50.000 kr gjafabréf frá Gaman Ferðum.

Kynntu þér Fjölnishlaup Gaman Ferða nánar hér.

fjolnishlaup1

Andrea og Arnar sigruðu Víðavangshlaup ÍR

Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson sigruðu í fyrsta Powerade Sumarhlaupinu 2018, Víðavangshlaupi ÍR. Hlaupið fór fram í miðborginni í gær og voru 550 skráðir til þátttöku í 5 km hlaupið en um 50 í 2,7 km skemmtiskokk. 5 km hlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 km götuhlaupi og þau Andrea og Arnar því Íslandsmeistarar í vegalengdinni.

Andrea sigraði kvennaflokkinn á tímanum 17:33 mínútur. Í öðru sæti var Elín Edda Sigurðardóttir á 18:04 og í því þriðja Íris Anna Skúladóttir á 18:45. 

Í karlaflokki sigraði Arnar á tímanum 15:35 mínútur en næstur kom Kristinn Þór Kristinsson á 16:01 og síðan Ingvar Hjartarson í þriðja sæti á 16:14.

Smellið hér til að skoða heildarúrslit hlaupsins.

ir-kvk-2018

Frá vinstri: Íris Anna í 3.sæti, Andrea í 1.sæti, Elín Edda í 3.sæti.

ir-kk-2018

Frá vinstri: Kristinn Þór í 2.sæti, Arnar í 1.sæti, Ingvar í 3.sæti