• Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 19.apríl 2018, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103.sinn. Boðið er uppá 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 10.maí 2018 fer Fjölnishlaupið fram í 29.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 5 km og 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 á Sumarsólstöðum. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 4.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2018 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

Staðan í stigakeppninni að loknum tveimur hlaupum

Það er árangur í 10 km vegalengdinni í öllum hlaupunum sem gildir til stiga í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna nema í Víðavangshlaupi ÍR þar sem 5 km hlaup gildir til stiga. Tíu efstu hlauparar í hverju hlaupi fá stig fyrir árangur sinn og fá stigahæstu hlaupararnir verðlaun að loknu síðasta hlaupinu sem er Reykjavíkurmarþon Íslandsbanka.

Staðan í stigakeppninni að loknum tveimur hlaupum af fimm er þannig að Arnar Pétursson er með forystu í karlaflokki og Andrea Kolbeinsdóttir í kvennaflokki. Bæði Arnar og Andrea eru með fullt hús stiga þar sem þau sigruðu í fyrstu tveimur hlaupunum. Í öðru sæti í karlaflokki er Ingvar Hjartarson og í því þriðja Þórólfur Ingi Þórsson. Í kvennaflokki er Elín Edda Sigurðardóttir í öðru sæti og Helga Guðný Elíasdóttir í þriðja sæti.

Einnig er stigakeppni í sex aldursflokkum karla og kvenna og eru eftirfarandi hlauparar efstir:

Flokkur Karl Kona
18 ára og yngri  Kjartan Óli Ágústsson Telma Sól Sveinsdóttir
19-29 ára Arnar Pétursson Andrea Kolbeinsdóttir
30-39 ára Vilhjálmur Þór Svansson Inga Dögg Þorsteinsdóttir
40-49 ára Þórólfur Ingi Þórsson Hulda Guðný Kjartansdóttir
50-59 ára Helgi Sigurðsson Guðrún Harðardóttir
60 ára og eldri Þorvaldur Kristjánsson Ragna María Ragnarsdóttir

Smellið hér til að skoða nánar stöðuna í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018.

Næsta hlaup Powerade Sumarhlaupanna 2018 og það þriðja af fimm á mótaröðinni er Miðnæturhlaup Suzuki sem fram fer í Laugardalnum fimmtudagskvöldið 21.júní. 

 arnar-andrea

 Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir eru með forystu í stigakeppninni.
(Ljósmynd  Baldvin Berndssen)

Andrea og Arnar sigruðu í Fjölnishlaupi Gaman Ferða

Fjölnishlaup Gaman Ferða, annað hlaupið af fimm á mótaröðinni Powerade Sumarhlaupin 2018, fór fram í mildu og góðu hlaupaveðri á Uppstigningardag. Þetta var í 30.sinn sem hlaupið fór fram og var metþátttaka, 280 keppendur. Hægt var að velja um 10 km hlaup, 5 km hlaup og 1,4 km skemmtiskokk en 10 km hlaupið gaf stig í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna og var jafnframt Íslandsmeistaramót í 10 km hlaupi. Sigurvegarar í 10 km hlaupinu voru þau Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson.

Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR sigraði 10 km hlaup kvenna og Íslandsmeistaratitilin í 10 km hlaupi kvenna á tímanum 37:29. Í öðru sæti var Elín Edda Sigurðardóttir, einnig úr ÍR, á tímanum 37:59. Helga Guðný Elíasdóttir úr Fjölni varð í þriðja sæti á 39:22 en tíminn er persónulegt met hjá henni, bæting um 24 sekúndur.

fjolnishlaup-kvk-2018
Frá vinstri: Elín Edda, Andrea, Helga Guðný.

Arnar Pétusson úr ÍR sigraði í 10 km hlaupi karla og Íslandsmeistaratitilinn í 10 km hlaupi karla á tímanum 32:46. Í öðru sæti var Fjölnismaðurinn Ingvar Hjartarson á 32:59 og í því þriðja Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR á 33:28.

fjolnishlaup-kk-2018
Frá vinstri: Ingvar, Arnar, Þórólfur.

Úrslit í öllum vegalengdum og aldursflokkum Fjölnishlaups Gaman Ferða má finna á timataka.net.