• Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 19.apríl 2018, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103.sinn. Boðið er uppá 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 10.maí 2018 fer Fjölnishlaupið fram í 29.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 5 km og 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 á Sumarsólstöðum. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 4.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2018 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

Arnar og Elín með forystu í stigakeppninni

Arnar Pétursson og Elín Edda Sigurðardóttir eru með forystu í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2017 þegar tveimur hlaupum af fimm er lokið.

Í karlaflokki er Arnar sem hefur unnið fyrstu tvö hlaupin með 30 stig og nokkuð örugga forystu. Í öðru sæti er Vignir Már Lýðsson með 19 stig og í því þriðja Þórólfur Ingi Þórsson með 12 stig. Í fjórða sæti með jafn mörg stig og Þórólfur er Kristinn Þór Kristinsson en þar sem hann tók ekki þátt í síðasta hlaupi raðast hann neðar.

Í kvennaflokki er Elín Edda Sigurðardóttir með 27 stig og forystu en hún var í öðru sæti í fyrsta hlaupinu og fyrsta sæti í öðru hlaupinu. Í öðru sæti er Helga Guðný Elíasdóttir með 22 stig og því þriðja Arndís Ýr Hafþórsdóttir. Arndís sigraði í fyrsta hlaupinu en tók ekki þátt í öðru.

Einnig er keppt í stigakeppni í sex aldursflokkum karla og kvenna. Smellið hér til að finna nánari upplýsingar.

Arnar og Elín Fjölnishlaup 2017 a-300x280

 

Elín og Arnar sigruðu í Grafarvoginum

Fjölnishlaup Gaman Ferða var haldið í Grafarvoginum á uppstigningardag í fínu veðri. Bæði var boðið uppá 10 km hlaup sem er hluti af stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna og 1,4 km skemmtiskokk. Þetta var í 29. sinn sem hlaupið er haldið og tókst hlaupahaldið mjög vel. Frjálsíþróttadeild Fjölnis stendur að hlaupinu ásamt hlaupahópi Fjölnis.

Elín Edda Sigurðardóttir ÍR sigraði kvennaflokkinn á tímanum 38:47 og Arnar Pétursson Ír sigraði karlaflokkinn á tímanum 33:24. Þórólfur Ingi Þórsson ÍR varð í öðru sæti í karlaflokki á tímanum 33:36 og setti jafnframt nýtt Íslandsmet í flokki 40 ára og eldri. Var hann að bæta met sem hann hafði sett nokkrum dögum áður um eina sekúndu. Í þriðja sæti í karlaflokki varð Vignir Már Lýðsson ÍR á tímanum 35:01. Í kvennaflokki varð Helga Guðný Elíasdóttir Fjölniskona í öðru sæti á tímanum 43:22 og í þriðja sæti varð Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir á tímanum 47:45.

Góð þátttaka var í skemmtiskokkinu þar sem hlaupinn var 1,4 km langur hringur í nágrenni sundlaugarinnar. Þar sigraði Elísa Sverrisdóttir í kvennaflokki og Sæmundur Árnason í karlaflokki.

Arnar og Elín Fjölnishlaup 2017 a-300x280

Á myndinni eru Arnar og Elín Edda sem sigruðu í 10 km hlaupinu.