• Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 20.apríl 2017, fór Víðavangshlaup ÍR fram í 102.sinn. Hlaupinn var 5 km hringur um miðbæ borgarinnar m.a. upp Hverfisgötuna og niður Laugaveginn. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 25.maí 2017 fór Fjölnishlaupið fram í 28.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin var skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig var hægt að velja 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram kvöldið fyrir Jónsmessu þann 23.júní 2017. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 5.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2017 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

Andrea og Ingvar sigruðu í Ármannshlaupi Eimskips

Ármannshlaup Eimskips fór fram miðvikudagskvöldið 8.júlí í fínu hlaupaveðri. Hlaupið var það fjórða í röðinni af fimm á mótaröð Powerade Sumarhlaupanna 2016. Als komu 318 hlauparar í mark við Vöruhótel Eimskips í Sundahöfn en fyrst í mark voru þau Andrea Kolbeinsdóttir og Ingvar Hjartarson.

Andrea Kolbeinsdóttir var fyrst kvenna í mark á tímanum 38:23. Í öðru sæti var Elín Edda Sigurðardóttir á 38:31 og því þriðja Birna Varðardóttir á 38:50.

Ingvar Hjartarson sigraði karlaflokkinn á tímanum 33:29. Í öðru sæti var Hugi Harðarson á 34:00 og í því þriðja Javier Rodriguez á 34:08.

Í Ármannshlaupinu eru gefin verðlaun til þeirra sem bæta sig mest milli ára. Mestu bætinguna í ár áttu Hilmar Þór Karlsson sem bætti sig um 13:42 og Sandra Sæborg Fannarsdóttir sem átti 11:27 mínútum betri tíma en í fyrra.

Heildarúrslit og úrslit í öllum aldursflokkum má finna hér.

Á myndasíðu Frjálsíþróttadeildar Ármanns má finna myndir úr hlaupinu.

armann2016-kk-small

Þrír fyrstu karlarnir í Ármannshlaupi Eimskips 2016

armann2016-kvk-small

Þrjár fyrstu konurnar í Ármannshlaupi Eimskips 2016

Ármannshlaup Eimskips 6.júlí

Ármannshlaup Eimskips er 10 km götuhlaup og jafnframt fjórða og næst síðasta Powerade Sumarhlaupið 2016. Hlaupið fer fram miðvikudagskvöldið 6.júlí og er ræst kl.20.

Ármannshlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata og hraða braut þar sem margir hlauparar hafa náð sínum besta tíma. Ræsing og endamark er við Vöruhótel Eimskips í Sundahöfn.

Forskráningu lýkur þriðjudaginn 5. júlí kl. 17:00 eða daginn fyrir hlaup. Þátttökugjald er 2.000 krónur í forskráningu. Smelltu hér til að skrá þig. Skráning á hlaupadag miðvikudaginn 8. júlí verður á marksvæði frá kl. 17:00 og kostar hún 2.500 krónur. Skráningu á hlaupadegi lýkur kl. 19:30. Hægt er að sækja númer og flögur á hlaupadegi frá kl. 17:00 í afgreiðslu Vöruhótels Eimskips.

armannshlaupid