• Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 á Sumarsólstöðum. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 4.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2018 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 
 • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 19.apríl 2018, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103.sinn. Boðið er uppá 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 10.maí 2018 fer Fjölnishlaupið fram í 29.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 5 km og 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

Frábær þátttaka í Miðnæturhlaupinu

Miðnæturhlaup Powerade fór fram í Laugardalnum í gærkvöld í fínu veðri. Miðnætursólin lét sjá sig öðru hvoru og veður hélst þurrt á meðan hlaupið fór fram þrátt fyrir spár um annað. Skráning í hlaupið var framar björtustu vonum en alls tóku rúmlega 1300 hlauparar þátt. Í fyrra tóku um 830 þátt í hlaupinu og því um verulega fjölgun milli ára að ræða.

Keppnisvegalengdir hlaupsins voru tvær, 5 og 10 km, en einnig var boðið uppá 3 km skemmtiskokk án tímatöku. Fyrstu hlauparar í mark voru eftirfarandi.

10 km - konur 10 km - karlar
1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 37:50 1. Sigurður Hansen, 33:45 
2. Margrét Elíasdóttir, 41:40 2. Birkir Marteinsson, 34:09 
3. Eva Margrét Einarsdóttir, 41:53 3. Jósep Magnússon, 34:49 
  
5 km - konur 5 km - karlar  
1. Tinna Rut Guðmundsdóttir, 21:03 1. Niklas Jakobson, 17:15 
2. Alma María Rögnvaldsdóttir, 21:48 2. Steinn Jóhannsson, 17:17 
3. Ellen Hansen, 22:02 3. Torben Gregersen, 17:29 

Smellið hér til að skoða nánari úrslit hlaupsins. 

Þeir sem ekki fengu þátttökuverðlaun en létu skrifa sig niður í gær, fá þau send í pósti fljótlega.

Framkvæmdaraðilum hlaupsins þykir miður að hlauparar þurftu frá að hverfa eða gátu ekki hlaupið þá vegalengd sem þeir óskuðu sér. Gert var ráð fyrir  töluverðri aukningu frá síðasta ári, en ekki eins mikilli og raunin varð. Því varð uppselt í 5 km og 10 km hlaupin og undir lokin kláruðust einnig öll númer í 3 km skemmtiskokkið. Við munum skoða framkvæmd hlaupsins og hvað við getum gert til þess að tryggja það að í næsta Miðnæturhlaupi, geti allir hlaupið þá vegalengd sem þeir óska eftir.
 
Við þökkum öllum hlaupurum kærlega fyrir þátttökuna og bjóðum ykkur velkomin að ári í Miðnæturhlaup.

Met forskráning í Miðnæturhlaupið

Miðnæturhlaup Powerade, sem er eitt hlaupanna á Powerade mótaröðinni. fer fram í Laugardalnum í kvöld. Hlaupið verður af stað kl. 22.00 frá Laugardalslaug. Eftir hlaupið er öllum þátttakendum boðið frítt í sund í Laugardalslaug.

Forskráningu í Miðnæturhlaupið lauk á netinu á miðnætti í nótt. Aldrei hafa fleiri forskráð sig í hlaupið en það gerðu 709 í ár. Í fyrra tóku rúmlega 830 manns þátt í hlaupinu og þá voru um 300 forskráðir. Það stefnir því í góða þátttöku í ár.

Í dag verður hægt að skrá sig í hlaupið í gamla anddyri Laugardalslaugarinnar frá kl. 18.00-21.30. Forskráðir þátttakendur geta nálgast hlaupnúmer sín á sama tíma.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Miðnæturhlaup Powerade.