• Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 19.apríl 2018, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103.sinn. Boðið er uppá 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 10.maí 2018 fer Fjölnishlaupið fram í 29.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 á Sumarsólstöðum. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 4.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2018 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 
 • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

Olíshlaup Fjölnis framundan

Næsta hlaup á Powerade mótaröðinni er 21. Olíshlaup Fjölnis. Hlaupið verður ræst á Fjölnisvellinum í Grafarvogi fimmtudaginn 21.maí (Uppstigningadag) kl. 11.00.

Hlaupavegalengdir eru 10 km og 1,8 km skemmtiskokk . 10 km hlaupið gildir til stiga á Powerade mótaröðinni þar sem sigurvegarar hljóta glæsilega ferðavinninga frá Iceland Express. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um stigakeppni Powerade mótaraðarinnar.

Skráning í Olíshlaup Fjölnis fer fram á hlaup.com og í anddyri Grafarvogslaugar frá kl. 9.30 á hlaupdegi.  Allir keppendur fá þátttökuverðlaun og frítt í sund í Grafarvogslaug. Auk þess eru veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í báðum vegalengdum hlaupsins og fyrsta sæti í hverjum aldursflokki. Nánari upplýsingar um Olíshlaup Fjölnis má finna hér.

Allir sem taka þátt í tveimur eða fleiri hlaupum á Powerade mótaröðinni eiga möguleika á að vinna útdráttarverðlaun sem dregin verða út í Reykjavíkurmaraþoni 22.ágúst. Vinningsmöguleikarnir aukast eftir því sem tekið er þátt í fleiri hlaupum.

Powerade mótaröðin fer vel af stað

Frjálsíþróttafélögin í Reykjavík, Reykjavíkurmaraþon og Powerade standa saman að mótaröð hlaupa í sumar sem nefnist Powerade mótaröðin. Fyrsta hlaupið á mótaröðinni, Víðavangshlaup ÍR, fór fram í miðbæ Reykjavíkur á Sumardaginn fyrsta.

Metþátttaka var í Víðavangshlaupi ÍR og því má segja að mótaröðin fari vel af stað. Alls voru 445 þátttakendur skráðir til keppni í þessu skemmtilega hlaupi sem fór nú fram í 94.sinn. Fáir íþróttaviðburðir á Íslandi hafa eins langa sögu og Víðavangshlaup ÍR.

Sigurvegari hlaupsins var Károly Varga á tímanum 15.31 mínútum. Í kvennaflokki sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir en hún hljóp 5 km á 18.05 mínútum.  Aðrir í forystu voru eftirfarandi:

Karlar
1.    Károly Varga, 15:31
2.    Þorbergur Ingi Jónsson, 15:33
3.    Sigurbjörn Árni Arngrímsson, 16:21
4.    Birkir Marteinsson, 16:21
5.    Snorri Sigurðsson, 16:43

Konur
1.    Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 18:05
2.    Aníta Hinriksdóttir, 18:58
3.    Íris Anna Skúladóttir, 19:05
4.    Margrét Elíasdóttir, 20:09
5.    Veronika Sigríður Bjarnardóttir, 20:12

Smellið hér til að skoða heildarúrslit hlaupsins.

Fyrstu tíu karlar og fyrstu tíu konur í mark í öllum hlaupum Powerade mótaraðarinnar fá stig á stigalista mótaraðarinnar og eiga möguleika á að vinna glæsilegan ferðavinning frá Iceland Express. Verðlaunin verða veitt í Reykjavíkurmaraþoni sem jafnframt er síðasta hlaupið á mótaröðinni.

Næsta hlaup á Powerade mótaröðinni er Olís hlaup Fjölnis en það fer fram á Uppstigningardag 21.maí næstkomandi.