• Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 19.apríl 2018, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103.sinn. Boðið er uppá 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 10.maí 2018 fer Fjölnishlaupið fram í 29.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 5 km og 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 á Sumarsólstöðum. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 4.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2018 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

Björn og Íris Anna sigruðu í Víðavangshlaupi ÍR

Í dag fór 95. Víðavangshlaup ÍR fram í miðborg Reykjavíkur. Hlaupin var 5 km vegalengd frá Ráðhúsi Reykjavíkur. Alls voru 478 keppendur skráðir í hlaupið og er það met. 459 hlauparar komu í mark.

Sigurvegari í karlaflokki varð Björn Margeirsson, FH, á tímanum 15:31 mínútum. Annar varð Þorbergur Ingi Jónsson, ÍR, á tímanum 15:36 og þriðji Sigurbjörn Árni Arngrímsson, HSÞ, á tímanum 15:42.

Í kvennaflokki sigraði Íris Anna Skúladóttir, Fjölni, á tímanum 18:03. Önnur varð Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR, á tímanum 18:29. og þriðja varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni, á tímanum 18:36 mín.

Smellið hér til að skoða heildarúrslit hlaupsins og hér til að skoða flokkaúrslit.

Skráning hafin í Víðavangshlaup ÍR

Víðavangshlaup ÍR fer fram á Sumardaginn fyrsta, 22.apríl næstkomandi. Hlaupið er 5 km langt og hefst kl.12:00 við Ráðhúsið í Reykjavík.


Forskráning í hlaupið er hafin á hlaup.is. Forskráningu lýkur kl. 23:00 miðvikudaginn 21.apríl. Eftir það verður hægt að skrá sig í Ráðhúsinu á hlaupdag frá kl.10:30. Þátttökugjald er 1.500 kr fyrir fullorðna og 700 kr fyrir börn 15 ára og yngri.


Víðavangshlaup ÍR er einn elsti íþróttaviðburður á Íslandi. Hlaupið hefur verið haldið frá því 1916 og fer því fram í 95.sinn í ár. Smelltu hér til að skrá þig í Víðavangshlaup ÍR 2010.


Á hlaup.is má finna lista yfir flest hlaup sem haldin eru á Íslandi. Þar fer einnig fram skráning í mörg hlaup. Smellið hér til að skoða hlaupadagskrá ársins 2010 á hlaup.is.