• Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 19.apríl 2018, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103.sinn. Boðið er uppá 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 10.maí 2018 fer Fjölnishlaupið fram í 29.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 5 km og 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 á Sumarsólstöðum. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 4.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2018 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

Elín og Arnar sigurvegarar 2018

Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson eru sigurvegarar í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018. Í öðru sæti í kvennaflokki var Andrea Kolbeinsdóttir og í því þriðja Helga Guðný Elíasdóttir. Í karlaflokki var Ingvar Hjartarson í öðru sæti og Vilhjálmur Þór Svansson í þriðja sæti. Verðlaun fyrir þrjá stigahæstu hlauparana voru afhent í Lækjargötu að loknu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn.

Þeir hlauparar sem voru í fyrsta sæti í hverjum aldursflokki stigakeppninnar fá gjafabréf frá CCEP sent heim á næstu dögum og eru þeir eftirfarandi:

Aldursflokkur  Konur  Karlar
18 ára og yngri  Sólrún Soffía Arnarsdóttir  Kjartan Óli Ágústsson 
19-29 ára Elín Edda Sigurðardóttir Arnar Pétursson
30-39 ára Borghildur Valgeirsdóttir Vilhjálmur Þór Svansson 
40-49 ára Eva Ólafsdóttir Jósep Magnússon 
50-59 ára Guðrún Harðardóttir Víðir Þór Magnússon
60 ára og eldri Ragna María Ragnarsdóttir  Sigurður Konráðsson

Smellið hér til að finna nánari upplýsingar um stigakeppnina.

Takk fyrir þátttökuna í Powerade Sumarhlaupunum 2018, sjáumst næsta vor!

2018-powerade-kvk

Frá vinstri: Elín Edda Sigurðardóttir, 1.sæti kvenna, og Helga Guðný Elíasdóttir, 3.sæti kvenna. Á myndina vantar Andreu Kolbeinsdóttur, 2.sæti, sem var stödd erlendis.

2018-powerade-kk

Frá vinstri: Ingvar Hjartarson, 2.sæti, Arnar Pétursson, 1.sæti, Vilhjálmur Þór Svansson, 3.sæti.

 

Styttist í Reykjavíkurmaraþonið

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 18.ágúst er síðasta Powerade Sumarhlaupið 2018. Hægt er að velja á milli fimm mismundandi vegalengda í Reykjavíkurmaraþoninu en aðeins 10 km hlaupið gildir til stiga á mótaröðinni.

Rafræn skráning í hlaupið verður opin til kl.13 fimmtudaginn 16.ágúst. Einnig verður hægt að skrá sig á skráningarhátíð hlaupsins í Laugardalshöll 16. og 17.ágúst en þá er þátttökugjald hærra og því allir hvattir til að forskrá sig.

Smelltu hér til að skrá þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018.

Smelltu hér til að skoða lista yfir skráða þátttakendur.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018.

mark 39A9312