Heim flag

 • 23.júní 2015 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og þriðja sinn þann 23. júní 2015. Skráning í hlaupið hefst í janúar 2015 hér á marathon.is. Við hvetjum þig til að taka kvöldið frá.
 • Vefverslun

  Í vefverslun Reykjavíkurmaraþons má finna jakka, boli o.fl. merkt Miðnæturhlaupinu. Allar vörur eru sendar með Íslandspósti og greiðsla fer fram á öruggri greiðslusíðu Valitors. Kíktu endilega við og sjáðu hvort þú finnir eitthvað við þitt hæfi eða jafnvel gjöf fyrir góðan vin. Slóðin er www.marathon.is/shop.
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram að kvöldi Jónsmessu. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík. Smelltu hér til að skoða dagskrá.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Skautahöllinni í Laugardal og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.

Gjafabréf - góð jólagjöf

pakki-mhNú líður að jólum og margir væntanlega farnir að huga að jólagjöfunum. Gjafabréf Reykjavíkurmaraþons er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar.

Gjafabréf Reykjavíkurmaraþons gilda í fjögur ár sem greiðsla í Miðnæturhlaup Suzuki, Laugavegshlaup og/eða Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Hægt er að velja upphæð á bilinu 1.000-25.000 kr og fær kaupandi gjafabréfið sent með tölvupósti innan fárra mínútna eftir að greiðsla berst.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar og kaupa gjafabréf Reykjavíkurmaraþons.

Skráning hefst 9.janúar

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í 23.sinn þriðjudaginn 23.júní 2015. Skráning í hlaupið hefst 9.janúar hér á marathon.is.

Boðið er uppá þrjár vegalengdir í hlaupinu:

 • Hálft maraþon
 • 10 km hlaup
 • 5 km hlaup

Allir hlauparar koma í mark við gömlu þvottalaugarnar í Laugardal og er síðan boðið í sund í Laugardalslauginni að því loknu.

mhs drykkur

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.

ÞJÓNUSTA Á HLAUPADAG

- Tímataka

- Verðlaun

- Drykkjarstöðvar

- Miðnætursund

 

úRSLIT

- Úrslit 2013

Úrslit 2012

- Eldri úrslit