Heim flag

Hraðastjórar

Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 býðst hlaupurum í 10 km, hálfmaraþoni og maraþoni aðstoð við að ná hraðamarkmiðum sínum. Hraðastjórar munu hlaupa áður nefndar vegalengdir á ákveðnum jöfnum hraða. Þeir verða í merktum vestum og með blöðrur til að hlauparar geti fylgt þeim. Hraðastjórarnir, sem eru allir vanir hlauparar, munu hlaupa á eftirtöldum tímum:

10 km hlaup

45 mínútur    Gísli Páll Reynisson
50 mínútur Margrét Elíasdóttir og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
55 mínútur Ásta Laufey Aðalsteins og Hlín Hjartar Magnúsdóttir
60 mínútur Sif Jónsdóttir og Árni Gústafsson
65 mínútur Jóhanna Eiríksdóttir og Karl Gíslason
70 mínútur Pétur Valdimarsson og Tryggvi Haraldsson

Hálfmaraþon

1 klst og 45 mín    Snorri Gunnarsson og Þorsteinn Tryggvi Másson
1 klst og 50 mín Friðrik Ármann Guðmundsson og Svanhildur Þengilsdóttir
1 klst og 55 mín  Karl Arnar Aðalgeirsson og Sigríður Gísladóttir
2 klukkustundir Jóhanna Arnórsdóttir og Valur Þór Kristjánsson

Maraþon

4 klst    Dagur Egonsson og Ólafur Briem

Hvetjum þátttakendur til að kynna sér vel hraðahólfin við upphaf hlaupsins og skipulagið á marksvæðinu. 

 hradastjorar

Skráningarhátíð í Laugardalshöll

Forskráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 er nú lokið. Þau sem ekki náðu að forskrá sig geta skráð sig á skráningarhátíð í Laugardalshöll en þangað þurfa allir forskráðir þátttakendur líka að mæta til að ná í hlaupagögn sín.

Skráning og afhending gagna fer fram fimmtudag kl.15:00-20:00 og föstudag kl.14:00-19:00. Gengið er inn um inngang A sem er í nýjasta hluta Laugardalshallarinnar. 

Skráningarhátíðin er haldin samhliða stórsýningunni FIT & RUN 2017 sem er einstök sýning fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er lögð á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, almenna hreyfingu, heilsufæði, fatnað, skóbúnað og aðrar stuðningsvörur hlauparans ásamt skemmtilegum uppákomum. Frítt er inná sýninguna og er hún öllum opin. Smellið hér til að finna upplýsingar um sýnendur og spennandi dagskrá.

Það er nóg af bílastæðum í Laugardalnum, t.d. við Laugardalsvöll og Skautahöllina í Laugardal, og hvetjum við alla til að leggja löglega.

laugardalsholl

Úrslitaþjónusta á hlaupdag

Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 verður hægt að fylgjast með gengi hlaupara í tímatökuvegalengdunum í næstum því beinni útsendingu hér á marathon.is. Um er að ræða bráðabirgðaúrslit sem síðan munu birtast staðfest á marathon.is um kl.16. 

Einnig er hægt að fá skilaboð á Facebook vegginn sinn eða Twitter þegar valdir hlauparar koma í mark. Ef hlauparar vilja að vinir þeirra á samfélagsmiðlunum fái að vita þegar þeir koma í mark velja þeir sjálfan þig. Smelltu hér til að virkja þetta. Athugið að ekki eru allir skráðir þátttakendur á þessum lista því hægt var að haka við í skráningarferlinu ef fólk vildi ekki að væri að fylgjast með tímanum þeirra á samfélagsmiðlunum.

rm15-kirkja 

Forskráningu að ljúka

Senn líður að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í 34. sinn laugardaginn 19.ágúst.

Forskráningu í hlaupið hér á marathon.is lýkur klukkan 13:00 fimmtudaginn 17.ágúst. Allir eru hvattir til að skrá sig fyrir þann tíma þar sem að þátttökugjöld hækka eftir að forskráningu lýkur. Smelltu hér til að skrá þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 og hér til að skoða verðskrána.

Allir sem taka þátt í tímatökuvegalengdum geta fengið sms skilaboð með óstaðfestum flögutíma sínum stuttu eftir að þeir fara yfir marklínuna. Við hvetjum því hlaupara til að skrá farsímanúmer sitt eða aðstandanda í skráningarferlinu.

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka verður haldin í Laugardalshöll fimmtudaginn 17.ágúst og föstudaginn 18.ágúst. Á skráningarhátíðinni fá skráðir þátttakendur afhend hlaupagögn sín en einnig verður hægt að skrá sig á staðnum. Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hluti af stórsýningunni FIT & RUN 2017 sem er einstök sýning fyrir alla fjölskylduna. Lögð verður áhersla á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþonið, almenna hreyfingu, heilsufæði, fatnað, skóbúnað og aðrar stuðningsvörur hlauparans á samt skemmtilegum uppákomum. Smelltu hér til að finna nánari upplýsingar um skráningarhátíðina.

3km-2016

Viltu hlaupa til góðs?

Rúmlega þrjú þúsund þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 eru að safna áheitum til góðra málefna á hlaupastyrkur.is og það er ennþá hægt að bætast í hópinn.

Einfalt að safna

Það er einfalt fyrir skráða hlaupara að stofna aðgang á hlaupastyrkur.is og byrja að safna áheitum. Í örfáum skrefum velur þú þér góðgerðafélag til að hlaupa fyrir og hefur val um að setja inn mynd af þér og segja frá ástæðu þess að þú hleypur fyrir þetta málefni. Þú getur einnig sett þér söfnunarmarkmið og þannig fylgst með á skemmtilegan hátt hvernig þinni söfnun gengur. Hægt er að deila söfnunarsíðu hlaupara á samfélagsmiðlum og hvetja þannig vini og vandamenn til að heita á sig. Smelltu hér ef þú vilt hlaupa til góðs.

Það ættu allir að geta fundið sér málefni til að safna áheitum fyrir því 158 mismunandi góðgerðafélög eru skráð á hlaupastyrkur.is. Smelltu hér til að skoða lista yfir skráð góðgerðafélög.

Auðvelt að heita á

Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara í Reykavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu. Smelltu hér til að finna hlaupara til að heita á.

Hlauptu í krafti fjöldans

Einstaklingar geta merkt sig í hóp og safnað í krafti fjöldans á hlaupastyrkur.is. Þessi möguleiki getur verið hentugur fyrir fyrirtækjahópa, vinahópa, saumaklúbba o.fl. sem vilja standa saman að því að safna fyrir hin ýmsu málefni. Smelltu hér til að finna nánari upplýsingar um skráningu hlaupahópa.


Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 nálgast nú 600 milljónir. Í fyrra söfnuðu hlauparar 97,3 milljónum til góðra málefna. Kraftur hlaupara lætur svo sannarlega gott af sér leiða.

hlaupastyrkur-isl-2017-8-2

Sigraðu þig

Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 er boðið uppá fimm vegalengdir og því ættu allir aldurshópar og getustig að geta fundið vegalengd við hæfi:

Sigraðu þig og skráðu þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 hér á marathon.is

Þú getur líka kíkt við á sigraduthig.islandsbanki.is og fengið góð ráð frá þeim Dóra og Júlíönu sem eru andlit auglýsinga hlaupsins í ár. 

sigradu-thig-vefur

12% aukning í skráningum

Laugardaginn 19.ágúst fer Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fram. Skráning í hlaupið gengur mjög vel en nú þegar hafa um 8600 skráð sig til þátttöku sem er 12% fleiri en á sama tíma í fyrra. Flestir hafa skráð sig í 10 km hlaupið eða tæplega 4000 manns en næst flestir í hálft maraþon þar sem rúmlega 2400 eru skráðir.

Fimm vegalengdir eru í boði og því ættu allir aldurshópar og getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi:

Maraþon (42,2 km)
Hálfmaraþon (21,1 km)
10 km hlaup
Skemmtiskokk
Furðufatahlaup Georgs (fyrir 8 ára og yngri)

Skráning í hlaupið fer fram hér á marathon.is og verður rafræn skráning opin til kl.13 fimmtudaginn 17.ágúst. Einnig er hægt að skrá sig á skráningarhátíð hlaupsins í Laugardalshöll en þá er þátttökugjald hærra.

skraning reykjavik

solfarid-2016

 

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.