Heim flag

Forskráningu lýkur senn

Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fer fram í 31. sinn næsta laugardag þann 23.ágúst.

Netskráningu í hlaupið hér á marathon.is er í fullum gangi en lýkur klukkan 13:00 fimmtudaginn 21.ágúst. Hlauparar eru hvattir til að skrá sig fyrir þann tíma þar sem að þátttökugjöld hækka eftir að netskráningu lýkur. Smelltu hér til að skrá þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2014. 

Allir sem taka þátt í tímatökuvegalengdum geta fengið sms skilaboð með óstaðfestum flögutíma sínum stuttu eftir að þeir fara yfir marklínuna. Við hvetjum því hlaupara til að skrá farsímanúmer sitt eða aðstandanda í skráningarferlinu.

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka verður haldin í Laugardalshöll fimmtudaginn 21.ágúst og föstudaginn 22.ágúst. Afgreiðsla fer fram frá klukkan 14:00 til 19:00 báða dagana. Á skráningarhátíðinni fá skráðir þátttakendur afhend hlaupagögn sín en einnig verður hægt að skrá sig á staðnum. Þá munu ýmsir aðilar kynna heilsutengda starfsemi og vörur ásamt því að skemmtilegir og fræðandi fyrirlestrar verða í boði. Smelltu hér til að finna nánari upplýsingar um skráningarhátíðina.

start 10km RM2012

Áhugaverð atriði

Nú styttist óðum í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Bendum á að eftirfarandi atriði gætu verið áhugaverð fyrir þau sem hlaupa tímatökuvegalengdir og því hvetjum við þau til að lesa áfram. 

SMS úrslit

Stuttu eftir að þú ferð yfir marklínuna á laugardaginn sendum við sms skilaboð í skráð farsímanúmer þitt. Skilaboðin munu innihalda óstaðfestan flögutíma þinn í hlaupinu. Staðfest úrslit munu síðan birtast á marathon.is eigi síðar en kl.16:00 á hlaupdag. Þú getur skoðað og breytt farsímanúmerinu þínu á mínar síður hér á marathon.is. Athugaðu að aðeins er hægt að skrá eitt farsímanúmer og það þarf ekki að vera þitt, má líka vera hjá aðstandanda sem bíður spenntur á hliðarlínunni. Ef um er að ræða farsímanúmer sem er skráð erlendis þarf það að vera skráð eins og þú værir að hringja í númerið frá öðru landi t.d. 004545264526. Til að skrá þig inn á mínar síður notar þú kennitöluna þína og lykilorðið sem þú fékkst sent í tölvupósti við skráningu. Hér er hægt að fá sent nýtt lykilorð á skráð netfang. Athugið að mínar síður loka á sama tíma og netskráning eða fimmtudaginn 21.ágúst kl.13.

Facebook

Tímataka í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er framkvæmd með tímatökutækjum frá MyLaps. Hægt er að fá skilaboð á facebook vegginn sinn þegar valdir hlauparar koma í mark ef sett er upp facebook viðbót frá MyLaps. Það er einfalt að setja upp þessa viðbót og hægt er að fylgjast með eins mörgum hlaupurum og hver og einn vill, bæði sjálfum sér og öðrum. Smelltu hér til að setja upp facebook viðbót MyLaps. Ef þú vilt ekki að mögulegt sé að birta úrslit þín úr Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á facebook með MyLaps viðbótinni getur þú sent okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við látum fjarlægja nafn þitt af listanum.

„Lifandi“ úrslit

Þú getur líka bent vinum og vandamönnum sem ekki komast út á brautina til að hvetja þig til að fylgjast með „lifandi“ úrslitum hlaupsins hér á marathon.is. Úrslitin uppfærast á 10 sekúndna fresti og er um að ræða óstaðfest úrslit sem verða yfirfarin og birt staðfest á marathon.is kl.16:00.

Sveitakeppni

Í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km hlaupi er boðið upp á þriggja til fimm manna sveitakeppni sem þýðir að vinnufélagar, félagasamtök, fjölskyldur, vinir eða allir þeir sem áhuga hafa geta myndað sveitir. Skráning í sveitir fer fram á mínum síðum en nánari upplýsingar um sveitakeppnina má finna hér.

Forskráningu að ljúka

Senn líður að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í 31. sinn laugardaginn 23.ágúst.

Netskráningu í hlaupið hér á marathon.is lýkur klukkan 13:00 fimmtudaginn 21.ágúst. Hlauparar eru hvattir til að skrá sig fyrir þann tíma þar sem að þátttökugjöld hækka eftir að netskráningu lýkur. Athugið einnig að í dag þriðjudaginn 19.ágúst er síðasti dagurinn sem hægt er að greiða þátttökugjöld með millifærslu, frá og með miðvikudeginum 20.ágúst verður aðeins hægt að greiða með kreditkorti. Smelltu hér til að skrá þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2014 og hér til að skoða verðskrána.

Allir sem taka þátt í tímatökuvegalengdum geta fengið sms skilaboð með óstaðfestum flögutíma sínum stuttu eftir að þeir fara yfir marklínuna. Við hvetjum því hlaupara til að skrá farsímanúmer sitt eða aðstandanda í skráningarferlinu.

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka verður haldin í Laugardalshöll fimmtudaginn 21.ágúst og föstudaginn 22.ágúst. Afgreiðsla fer fram frá klukkan 14:00 til 19:00 báða dagana. Á skráningarhátíðinni fá skráðir þátttakendur afhend hlaupagögn sín en einnig verður hægt að skrá sig á staðnum. Þá munu ýmsir aðilar kynna heilsutengda starfsemi og vörur ásamt því að skemmtilegir og fræðandi fyrirlestrar verða í boði. Smelltu hér til að finna nánari upplýsingar um skráningarhátíðina.

AH-2012-104 litil

Metskráning í maraþon

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23.ágúst næstkomandi er í fullum gangi hér á marathon.is. Nú þegar hafa 7.880 manns skráð sig til þátttöku sem eru um 7% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Metfjöldi hlaupara stefnir á þátttöku í maraþoni (42,2 km) en 1.037 hafa skráð sig í vegalengdina. Gamla þátttökumetið var sett í fyrra þegar 977 skráðu sig í maraþon.

10 km hlaupið er vinsælasta vegalengdin líkt og undanfarin ár en rúmlega helmingur skráða þátttakenda stefnir á að hlaupa þá vegalengd eða 4103. Einnig er hægt að velja um að skrá sig í hálft maraþon, 3 km skemmtiskokk, Latabæjarhlaup og boðhlaup þar sem 2-4 skipta á milli sín maraþonvegalengdinni. Allir aldurshópar og getustig ættu því að geta fundið vegalengd við þeirra hæfi.

Skráðir erlendir þátttakendur eru nú rúmlega 2.000 og af 60 mismunandi þjóðernum. Flestir erlendu þátttakendanna koma frá Bandaríkjunum, 468 manns og næst flestir frá Bretlandi, 353. Þá eru skráðir Þjóðverjar 219 talsins, Kanadabúar 193 og Norðmenn 106.

Netskráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hér á marathon.is lýkur fimmtudaginn 21.ágúst kl.13. Einnig verður hægt að skrá sig í hlaupið á skráningarhátíð í Laugardalshöll en þá er þátttökugjaldið hærra. Smelltu hér til að skrá þig og hér til að skoða verðskrá.

start 10km RM2012

Áheitasöfnun gengur vel

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 23.ágúst 2014, fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Í dag eru 25 dagar í hlaupið og gengur áheitasöfnun vel. Þegar hafa safnast tæplega 11,4 milljónir til góðra málefna sem er um 10% hærri upphæð en búið var að safna á sama tíma í fyrra.

Áheitavefurinn hlaupastyrkur.is var opnaður sumarið 2010. Á hverju ári síðan þá hefur verið slegið met í áheitasöfnun í tengslum við hlaupið enda vefurinn bæði einfaldur og myndrænn. Í fyrra söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 72,5 milljónum til góðra málefna og var það 58% hækkun á áheitum milli ára.

Allir skráðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2014 geta skráð sig sem góðgerðahlaupara á hlaupastyrkur.is í nokkrum einföldum skrefum. Hægt er að velja á milli rúmlega 150 góðgerðafélaga til að hlaupa fyrir og því ættu allir að geta fundið málefni sem stendur hjarta þeirra næst.

Skráning góðgerðafélaga fer fram í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Hægt er að skrá góðgerðafélög til þátttöku fram til miðvikudagsins 6.ágúst 2014.

hlaupastyrkur-2014-7-28

Under Armour skór

Í tilefni þess að Under Armour eru nýir samstarfsaðilar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fengu tveir heppni einstaklingar sem skráðir eru í hlaupið skópar frá Under Armour. Þau heppnu eru Salvör Kristjánsdóttir og Bjarni Rúnar Heimisson en þau voru dregin út úr hópi þeirra sem skráðu sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fyrir 2.júlí. Til hamingju!

under-armour

Góð skráning í Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2014 fer fram laugardaginn 23.ágúst í 31.sinn. Skráning í hlaupið er í fullum gangi hér á marathon.is og hafa nú þegar 6.295 skráð sig í hlaupið. Á sama tíma í fyrra voru 5.884 skráðir til þátttöku og því fjölgun í skráningum 7% milli ára.

Líkt og undanfarin ár eru sex vegalengdir í boði:

Maraþon (42,2 km)
Hálfmaraþon (21,1 km)
Boðhlaup (2-4 saman í liði hlaupa samtals 42,2 km)
10 km hlaup
3 km skemmtiskokk
Latabæjarhlaup (fyrir 8 ára og yngri)

Flestir eru nú skráðir í 10 km hlaupið eða 3.198 og næst flestir í hálft maraþon, 1.621 hlauparar. Töluvert fleiri konur eru skráðar í hlaupið en karlar en þær eru 60% skráðra þátttakenda.

Fjölmargir erlendir hlauparar koma til landsins ár hvert til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Í dag hafa 1.686 erlendir þátttakendur skráð sig til þátttöku og eru flestir þeirra frá Bandaríkjunum eða 350 manns. Skráðir Bretar eru 324 talsins og Þjóðverjar 174. Þá eru 143 Kanadamenn, 97 Norðmenn og 76 Svíar einnig skráðir.

Líkt og undanfarin ár fer fram áheitasöfnun í tengslum við hlaupið á vefnum hlaupastyrkur.is. Söfnunin í ár er nýhafin og hafa þegar safnast rúmar þrjár milljónir til góðra málefna. Í fyrra var slegið met í áheitasöfnuninni þegar 72,5 milljónir króna söfnuðust til góðgerðamála.

rm2009 myndir

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.