Heim flag

Hleypur þú til góðs?

Þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka stendur til boða að hlaupa til styrktar góðum málefnum. Í fyrra söfnuðu hlauparar 85,6 milljónum til góðgerðamála. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 nálgast nú 400 milljónir.

Áheitavefur hlaupsins er hlaupastyrkur.is en þar geta hlauparar sett inn mynd af sér, sagt frá ástæðunni fyrir að þeir hlaupa fyrir félagið og hvatt fólk til að heita á sig. Um 800 manns hafa nú þegar hafið söfnun á vefnum. Smelltu hér til að byrja að stofna aðgang og byrja að safna áheitum á hlaupastyrkur.is.

Allir ættu að geta fundið málefni sem stendur þeim nær því skráð góðgerðafélög eru yfir 100 talsins. Ef þú finnur ekki þitt góðgerðafélag á listanum skaltu hvetja það til að skrá sig til þátttöku. Smelltu hér til að skoða upplýsingar um skráningu góðgerðafélaga.

hlaupastyrkur-2015-5-5

33% aukning í skráningum

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 22.ágúst 2015 gengur vonum framar. Nú þegar hafa um 2.800 manns skráð sig í hlaupið sem er 33% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Flestir eru skráðir í 10 km hlaupið eða 1.017 manns. Þá eru 850 skráðir í hálft maraþon og 670 í maraþon. Skráðir erlendir þátttakendur eru nú 1.245 frá um 50 löndum.

Smelltu hér til að skrá þig til þátttöku.

gladar2

 

Tryggðu þér lægsta gjaldið

Núna er rétti tíminn til að skrá sig í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2015 ef þú vilt tryggja þér lægsta mögulega þátttökugjaldið. Gjaldið hækkar mánudaginn 16.mars og hlauparar því hvattir til að skrá sig fyrir þann tíma. Smelltu hér til að skoða verðskrá.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015 fer fram laugardaginn 22.ágúst og líkt og undanfarin ár eru sex vegalengdir í boði:

Maraþon (42,2 km)
Hálfmaraþon (21,1 km)
Boðhlaup (2-4 saman í liði hlaupa samtals 42,2 km)
10 km hlaup
3 km skemmtiskokk
Latabæjarhlaup (fyrir 8 ára og yngri)

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram hér á marathon.is. Hægt er að velja um að greiða með kreditkorti eða millifærslu. Smelltu hér eða á "skráðu þig í næst hlaup" hnappinn hér til hægri til að skrá þig.

Að lokum viljum við minna á gjafabréf Reykjavíkurmaraþons sem er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar. Smelltu hér til að finna nánari upplýsingar.

rm2014

Skráning er hafin

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015 sem fram fer í 32.sinn þann 22.ágúst er hafin hér á marathon.is.

Líkt og undanfarin ár eru sex vegalengdir í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi:

Maraþon (42,2 km)
Hálfmaraþon (21,1 km)
Boðhlaup (2-4 saman í liði hlaupa maraþon)
10 km hlaup
3 km skemmtiskokk
Latabæjarhlaup

Hlauparar eru hvattir til að skrá sig snemma því þátttökugjaldið hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi. Síðasti frestur til að skrá sig á lægsta verðinu er 15.mars.

Í ár verður í fyrsta sinn boðið uppá tímatöku í 3 km skemmtiskokki. Aðrar nýungar eru breytingar á sveitakeppni þar sem nú verður hægt að stofna karla, kvenna og blandaða sveit auk þess sem fjölgað hefur verið um einn aldursflokk.

Einnig hefur áheitasöfnun hlaupsins á hlaupastyrkur.is verið opnuð. Þar geta allir skráðir hlauparar safnað áheitum til styrktar góðum málefnum. Nánari upplýsingar um áheitasöfnunina má finna hér.

Smelltu á rauða "skráðu þig í næsta hlaup" hnappinn hér til hægri til að skrá þig.

hress

Gjafabréf - hvatning til hreyfingar

pakki-rmNú líður að jólum og margir væntanlega farnir að huga að jólagjöfunum. Gjafabréf Reykjavíkurmaraþons er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar.

Gjafabréf Reykjavíkurmaraþons gilda í fjögur ár sem greiðsla í Miðnæturhlaup Suzuki, Laugavegshlaup og/eða Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Hægt er að velja upphæð á bilinu 1.000-25.000 kr og fær kaupandi gjafabréfið sent með tölvupósti innan fárra mínútna eftir að greiðsla berst.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar og kaupa gjafabréf Reykjavíkurmaraþons.

 

Skráning hefst 9.janúar

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 32.sinn laugardaginn 22.ágúst 2015. Þátttakendur geta valið á milli sex vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig:

  • Maraþon (42,2 km)
  • Hálft maraþon (21,1 km)
  • Boðhlaup (2-4 skipta á milli sín maraþoni)
  • 10 km hlaup
  • 3 km skemmtiskokk
  • Latabæjarhlaup (fyrir 9 ára og yngri)

Skráning í hlaupið hefst 9.janúar 2015 hér á marathon.is. Upplýsingar um verð og önnur praktísk atriði verða aðgengilegar hér á síðunni í lok desember.

Þau sem vilja gefa gjafabréf sem gildir sem greiðsla upp í þátttökugjöld í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2015 geta fundið nánari upplýsingar hér.

gladar2

 

Verðlaun og viðurkenningar

Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru veitt verðlaun fyrir fyrsta sæti í aldursflokkum karla og kvenna auk verðlauna fyrir fyrstu sveitina í hverri vegalengd. Hlauparar eru hvattir til að skoðaðu úrslitin úr 10 km hlaupi, hálfmaraþoni og maraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2014 eftir aldursflokkum og gá hvort þeir eigi hjá okkur aldursflokkaverðlaun. Úrslitin úr hlaupinu má sjá hérVerðlaunin er hægt að sækja á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons Engjavegi 6, 104 Reykjavík, alla virka daga milli kl. 9 og 16.

Viðurkenningarskjöl geta hlauparar nálgast á vefnum marathon-photos.com. Þar geta hlauparar einnig skoðað úrslit sín á myndrænan og skemmtilegan hátt og borið hlaupið sitt saman við hlaup vina eða ættingja. 

verdlaun

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.