Heim flag

Hraðastjórar

Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2015 býðst hlaupurum í 10 km, hálfmaraþoni og maraþoni aðstoð við að ná hraðamarkmiðum sínum. Hraðastjórar munu hlaupa áður nefndar vegalengdir á ákveðnum jöfnum hraða. Þeir verða í merktum vestum og með blöðrur til að hlauparar geti fylgt þeim.

Hraðastjórarnir sem eru allir vanir hlauparar munu hlaupa á eftirtöldum tímum:

10 km hlaup

40 mínútur Leifur Þorbergsson og Snorri Sigurðsson
45 mínútur    Sigurður Ingi Viðarsson og Margrét Elíasdóttir
50 mínútur Svanhildur Þengilsdóttir og Ingigerður Guðmundsdóttir
55 mínútur Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir og Hlín Hjartar Magnúsdóttir
60 mínútur Sif Jónsd., Sigríður Klara, Haraldur Halldór og Auður Ævarsd.
65 mínútur Baldur Haraldsson og Jóhanna Eiríksdóttir
70 mínútur Bergljót S. Einarsdóttir og Tryggvi Haraldsson

Hálfmaraþon

1 klst og 35 mínútur Guðmundur Guðnason og Gísli Páll Reynisson
1 klst og 40 mínútur    Steindór Eiríksson
1 klst og 45 mínútur Sigurður Sigurðsson og Arnar Aðalgeirsson
1 klst og 50 mínútur Alma María Rögnvaldsdóttir
1 klst og 55 mínútur Pétur Valdimarsson og Árni Gústafsson
2 klst Jóhanna Arnórsdóttir

Maraþon

4 klst    Dagur Egonsson og Ólafur Briem
Hlaupa með 2 klst hraðastjóra í hálfu maraþoni fyrstu 20 km

Hvetjum þátttakendur til að kynna sér vel hraðahólfin við upphaf hlaupsins og skipulagið á marksvæðinu.

rm2011 myndir

 

Skráningarhátíð í Laugardalshöll

Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fer fram í 32. sinn næsta laugardag þann 22.ágúst. Forskráningu í hlaupið lýkur fimmtudaginn 20.ágúst kl.13:00. Þau sem ekki ná að forskrá sig geta skráð sig á skráningarhátíð í Laugardalshöll.

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka verður haldin í Laugardalshöll fimmtudaginn 20.ágúst og föstudaginn 21.ágúst. Afgreiðsla fer fram frá klukkan 14:00 til 19:00 báða dagana. Á skráningarhátíðinni fá skráðir þátttakendur afhend hlaupagögn sín en einnig verður hægt að skrá sig á staðnum. Þá munu ýmsir aðilar kynna heilsutengda starfsemi og vörur ásamt því að skemmtilegir og fræðandi fyrirlestrar verða í boði.

Smelltu hér til að finna nánari upplýsingar um skráningarhátíðina.

hress

Úrslit á ýmsa vegu

Það er hægt að fylgjast með hlaupurum og fá úrslit send á ýmsa vegu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn.

SMS úrslit

Stuttu eftir að hlauparar fara yfir marklínuna á laugardaginn verða send sms skilaboð í skráð farsímanúmer þeirra. Skilaboðin munu innihalda óstaðfestan flögutíma þeirra. Staðfest úrslit munu síðan birtast á marathon.is eigi síðar en kl.16:00 á hlaupdag. Hægt er að skoða og breyta farsímanúmerum á mínum síðum. Athugið að mínar síður loka á sama tíma og forskráning eða fimmtudaginn 20.ágúst kl.13.

Úrslit á samfélagsmiðlum

Hægt er að fá skilaboð á Facebook vegginn sinn eða Twitter þegar valdir hlauparar koma í mark. Smelltu hér til að velja hlaupara til að fylgjast með. Athugið að ekki vildu allir vera á facebook listanum og að hann er uppfærður einu sinni á dag. Þú gætir því þurft að reyna aftur síðar ef þú finnur ekki þinn hlaupara.

„Lifandi“ úrslit

Smelltu hér til að fylgjast með hlaupurum í beinni útsendingu á hlaupdag. Upplýsingarnar uppfærast á 10 sekúndna fresti og er um að ræða óstaðfest úrslit sem verða yfirfarin og birt staðfest á marathon.is kl.16:00.

Fjölbreyttar vegalengdir

Það ættu allir aldurshópar og getustig að finna vegalengd við hæfi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2015 því það eru sex mismunandi í boði:

Maraþon (42,2 km) - fyrir 18 ára og eldri
Boðhlaup (2-4 hlaupa saman maraþon) - fyrir 12 ára og eldri
Hálfmaraþon (21,1 km) - fyrir 15 ára og eldri
10 km hlaup - ekki mælt með að yngri en 12 ára taki þátt
3 km skemmtiskokk - fyrir fólk á öllum aldri
Latabæjarhlaup - fyrir 8 ára og yngri

Forskráningu hér á marathon.is lýkur fimmtudaginn 20.ágúst kl.13:00. Allir eru hvattir til að skrá sig á marathon.is því þátttökugjaldið er hærra ef skráð er á skráningarhátíð í Laugardalshöll.

Smelltu hér til að skrá þig.

rm2014

Allir geta safnað áheitum

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Allir skráðir þátttakendur í hlaupið geta safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Flestir ættu að finna málefni sem stendur þeim nær því 165 félög hafa skráð sig til þátttöku.

Smelltu hér til að skoða góðgerðafélögin sem hægt er að hlaupa fyrir

Smelltu hér til að skrá þig sem góðgerðahlaupara

Smelltu hér til að skoða og heita á skráða hlaupara

Smelltu hér til að skoða og heita á boðhlaupslið

hlaupastyrkur-is-2015-8-5

Skráning í fullum gangi

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015 sem fram fer laugardaginn 22.ágúst er í fullum gangi. Nú eru tæplega fimm þúsund þátttakendur skráðir, 18% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Allir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst til að greiða lægra þátttökugjald. Næsta hækkun á gjaldinu verður á miðnætti miðvikudaginn 1.júlí.

Smelltu hér til að skrá þig og þína í hlaupið.

hress

 

Hlaupahópur Íslandsbanka

Hlaupahópur Íslandsbanka fer af stað á fimmtudaginn en líkt og undanfarin ár er hópurinn öllum opinn sem vilja koma sér í gott form og njóta útiveru í sumar. Þjálfari hópsins í ár verður hin margreynda Silja Úlfarsdóttir.

Hópurinn hittist alla þriðjudaga og fimmtudaga. Æfingar á þriðjudögum eru klukkan 17:00 en klukkan 12:00 í hádeginu á fimmtudögum. Hópurinn hittist við gula bakhúsið á Kirkjusandi.

Lögð er áhersla á styrktaræfingar til jafns við hlaupin. En fyrst og fremst eiga æfingarnar að vera skemmtilegar!

Til að halda utan um verkefnið hefur verið stofnaður hópur á Facebook þar sem meðlimir geta rætt sín á milli auk þess sem Silja mun koma með góð ráð og aukaæfingar fyrir þá sem vilja.

Við hvetjum sem flesta til að ganga í hópinn og taka þátt í æfingunum í sumar. 

rm2014

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.