Heim flag

Skráning er hafin

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016 sem fram fer í 33.sinn þann 20.ágúst er hafin hér á marathon.is.

Líkt og undanfarin ár eru sex vegalengdir í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi:

Maraþon (42,2 km)
Hálfmaraþon (21,1 km)
Boðhlaup (2-4 saman í liði hlaupa maraþon)
10 km hlaup
3 km skemmtiskokk
Krakkahlaup

Hlauparar eru hvattir til að skrá sig snemma því þátttökugjaldið hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi. Síðasti frestur til að skrá sig á lægsta verðinu er 15.mars.

Smelltu á rauða „skráðu þig í næsta hlaup" hnappinn hér til hægri til að skrá þig.

Til þess að sjá lista yfir skráða þátttakendur gertur þú smellt hér.

Áheitasöfnun hlaupsins á hlaupastyrkur.is hefur einnig verið opnuð. Þar geta allir skráðir hlauparar safnað áheitum til styrktar góðum málefnum. Hér geta skráðir hlauparar stofnað aðgang og valið sér góðgerðafélag.

foss

Skráning góðgerðafélaga er hafin

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2016 fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is eins og undanfarin ár. Skráning góðgerðafélaga er nú í fullum gangi og hafa fulltrúar félaganna sem tóku þátt 2015 fengið sendar upplýsingar um hvernig skráning fer fram.

Stefnt er að því að áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is hefjist á sama tíma og skráning í hlaupið opnar föstudaginn 8.janúar.

Áheitasöfnunin er opin fyrir góðgerðafélög sem hafa verið formlega stofnuð á Íslandi og eru með starfandi stjórn og kennitölu. Ekki er hægt að skrá félög sem nota kennitölur eða bankareikninga einstaklinga. Aðeins er hægt að skrá félög sem hafa eitthvert af eftirfarandi rekstrarformum: félagasamtök, áhugamannafélag eða sjálfseignarstofnun sem ekki stundar atvinnurekstur.

Ábyrgðaraðilar nýrra félaga sem vilja taka þátt skulu senda upplýsingar um kennitölu og bankareikning félags á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Smellið hér til að skoða lista yfir þau góðgerðafélög sem hafa staðfest þátttöku í söfnuninni í ár.

Skráning hefst í janúar

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 33.sinn laugardaginn 20.ágúst 2016. Þátttakendur geta valið á milli sex vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig:

Maraþon (42,2 km)
Hálft maraþon (21,1 km)
Boðhlaup (2-4 skipta á milli sín maraþoni)
10 km hlaup
3 km skemmtiskokk
Krakkahlaup (fyrir 9 ára og yngri)

Skráning í hlaupið hefst 8.janúar 2016 hér á marathon.is. Upplýsingar um verð og önnur praktísk atriði verða aðgengilegar hér á síðunni í lok desember.

Þau sem vilja gefa gjafabréf sem gildir sem greiðsla upp í þátttökugjöld í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2016 geta fundið nánari upplýsingar hér.

foss

Góðum árangri í áheitasöfnun fagnað

Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons 2015 fór fram í dag. Aðalstyrktaraðili hlaupsins, Íslandsbanki, bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi.

Á uppskeruhátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is. Í ár söfnuðu hlauparar 80.088.516 krónum til 167 góðgerðafélaga. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin yfir 450 milljónir.

Þau félög sem safnaðist mest fyrir í ár voru Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 5,7 milljónir, Krabbameinsfélag Íslands 3,6 milljónir og MND félagið á Íslandi 2,8 milljónir. 114 af þeim 173 félögum sem tóku þátt í söfnuninni fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 22 félög fengu meira en milljón.

Þeir hlauparar og boðhlaupslið sem söfnuðu mest fengu viðurkenningu á áheitahátíðinni í dag. Þá voru einnig veit verðlaun til góðgerðafélaga sem voru með hvatningarstöð á hlaupaleiðinni, um var að ræða útdráttarverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur sem komu í hlut UNICEF á Íslandi og Minningarsjóðs Ölla. Fanný Kristín Heimisdóttir sem hljóp fyrir Birtu – Landssamtök safnaði mest allra hlaupara, 1.270.000 krónur. Steingrímur Sævarr Ólafsson safnaði næst mest, 1.191.000 krónur fyrir Styrktarsjóðinn Vináttu, en hann fékk jafnframt flest áheit, 226 talsins. Í þriðja sæti áheitasöfnunarinnar var Kjartan Þór Kjartansson sem safnaði fyrir Hollvini Grensásdeildar. Boðhlaupsliðið sem safnaði mestu voru Reykjadals Dóretturnar en liðið safnaði 188.500 krónur fyrir Reykjadal.

Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur sem sér um framkvæmd Reykjavíkurmaraþons, stjórnaði stuttri dagskrá uppskeruhátíðarinnar. Til máls tóku einnig Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Maraþonmæðgurnar Steiney Skúladóttir og Halldóra Geirharðsdóttir.

Í lok uppskeruhátíðarinnar fengu fulltrúar góðgerðafélaganna upplýsingar um þær fjárhæðir sem til þeirra söfnuðust. Áheitin verða greidd inn á reikninga góðgerðafélaganna þegar safnað fé hefur skilað sér frá síma- og kortafyrirtækjum, væntanlega í byrjun nóvember. Smellið hér til að skoða lista yfir öll góðgerðafélögin sem upphæðir söfnuðust til og hér til að skoða helstu tölfræði söfnunarinnar á hlaupastyrkur.is. Á facebook og flickr má finna myndir frá hátíðinni.

aheitahatid-2015

Uppskeruhátíð áheitasöfnunar

Þriðjudaginn 29.september næstkomandi kl.17:00-18:00 verður haldin uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2015. Það er Íslandsbanki, aðal samstarfsaðili hlaupsins, sem býður góðgerðafélögum, hlaupurum og skipuleggjendum hlaupsins í höfuðstöðvar sínar á Kirkjusandi.

Markmiðið með hátíðinni er að gefa þessum aðilum færi á að hittast og fagna saman góðum árangri söfnunarinnar á hlaupastyrkur.is. Farið verður yfir tölfræði áheitasöfnunarinnar og fá góðgerðafélögin með sér heim upplýsingar um söfnuð áheit og uppgjör. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Stofnaður hefur verið viðburður hér á facebook þar sem hægt er að boða komu sína. Þau sem ekki eru á facebook geta sent póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  með textanum „ég mæti“.

Vonumst til að sjá sem flesta.

hlaupastyrkur-nidurstada

Takk fyrir daginn

32. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er nú lokið. Veðrið var gott í Reykjavík í dag og þátttakendur voru ánægðir með skilyrðin.

Um 15 þúsund þátttakendur tóku þátt að þessu sinni. Hægt er að sjá úrslit hér og myndir frá hlaupdeginum hér.

Áheitasöfnunin er ennþá í fullum gangi inni á hlaupastyrkur.is en lokað verður fyrir áheitasöfnunina á miðnætti á mánudaginn þann 24. ágúst. Nú þegar hafa safnast 76 milljónir til góðra málefna. Um 4.100 manns eru að safna áheitum fyrir 173 mismunandi góðgerðafélög.

Reykjavíkurmaraþon vill þakka þátttakendum, starfsfólki, samstarfsaðilum og áhorfendum fyrir frábæran dag.

11780636 10153113910402108 220755272 n

Gleðilegan hlaupadag

Í dag munu um 15 þúsund manns taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2015 sem í ár fer fram í 32.sinn.

Við vonum að allir, bæði þátttakendur og áhorfendur, muni eiga góðan dag. Eftirfarandi eru slóðir á upplýsingar sem flestir eru að leita eftir á hlaupdag.

Dagskrá dagsins

Góðir hvatningarstaðir

Truflun á umferð

Lifandi úrslit

Kort af hlaupaleiðum

Upplýsingamiðstöð hlaupsins er í Menntaskólanum í Reykjavík á hlaupdag og er opið frá kl.7. Þar geta hlauparar sem þurfa aðstoð með skráningarmál o.fl. fengið úrslausn sinna mála.

Skráning og afhending gagna fyrir þátttakendur í Latabæjarhlaupinu fer fram í tjaldi í suður enda Hljómskálagarðsins frá kl.12:00.

laekjargata custom

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.