Heim flag

Hraðastjórar

Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2016 býðst hlaupurum í 10 km, hálfmaraþoni og maraþoni aðstoð við að ná hraðamarkmiðum sínum. Hraðastjórar hradastjorimunu hlaupa áður nefndar vegalengdir á ákveðnum jöfnum hraða. Þeir verða í merktum vestum og með blöðrur til að hlauparar geti fylgt þeim. Hraðastjórarnir, sem eru allir vanir hlauparar, munu hlaupa á eftirtöldum tímum:

10 km hlaup

45 mínútur    Gísli Páll Reynisson
50 mínútur Margrét Elíasdóttir og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
55 mínútur Ásta Laufey Aðalsteins og Hlín Hjartar Magnúsdóttir
60 mínútur Sif Jónsdóttir og Árni Gústafsson
65 mínútur Hafdís Reinaldsdóttir og Jóhanna Eiríksdóttir
70 mínútur Pétur Valdimarsson og Tryggvi Haraldsson

Hálfmaraþon

1 klst og 35 mínútur Guðmundur Guðnason og Friðleifur Friðleifsson
1 klst og 40 mínútur    Birna Varðardóttir
1 klst og 45 mínútur Sigurður Sigurðsson og Erlendur Sturla Birgisson
1 klst og 50 mínútur Friðrik Ármann Guðmundsson og Svanhildur Þengilsdóttir
1 klst og 55 mínútur Karl Arnar Aðalgeirsson og Sigríður Gísladóttir
2 klukkustundir Jóhanna Arnórsdóttir

Maraþon

4 klst    Dagur Egonsson og Ólafur Briem

Hvetjum þátttakendur til að kynna sér vel hraðahólfin við upphaf hlaupsins og skipulagið á marksvæðinu. 

 hradastjori

Skráningarhátíð í Laugardalshöll

Forskráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016 er nú lokið. Þau sem ekki náðu að forskrá sig geta skráð sig á skráningarhátíð í Laugardalshöll en þangað þurfa allir forskráðir þátttakendur líka að mæta til að ná í hlaupagögn sín.

Skráning og afhending gagna fer fram fimmtudag kl.15:00-20:00 og föstudag kl.14:00-19:00. Gengið er inn um inngang A sem er í nýjasta hluta Laugardalshallarinnar. 

Í ár er skráningarhátíðin hluti af stórsýningunni FIT & RUN 2016 sem er einstök sýning fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er lögð á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, almenna hreyfingu, heilsufæði, fatnað, skóbúnað og aðrar stuðningsvörur hlauparans ásamt skemmtilegum uppákomum. Frítt er inná sýninguna og er hún öllum opin. Smellið hér til að finna upplýsingar um sýnendur og spennandi dagskrá.

Athugið að FIT & RUN sýningin er opin klukkutíma lengur en afgreiðsla afhendingu hlaupagagna svo að allir geti gefið sér góðan tíma til að skoða spennandi vörur og þjónustu eftir að hafa náð í sín hlaupagögn.
 
Það er nóg af bílastæðum í Laugardalnum, t.d. við Laugardalsvöll og Skautahöllina í Laugardal, og hvetjum við alla til að leggja löglega.

laugardalsholl

Forskráningu lýkur senn

Senn líður að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í 33. sinn laugardaginn 20.ágúst.

Forskráningu í hlaupið hér á marathon.is lýkur klukkan 13:00 fimmtudaginn 18.ágúst. Allir eru hvattir til að skrá sig fyrir þann tíma þar sem að þátttökugjöld hækka eftir að forskráningu lýkur. Smelltu hér til að skrá þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016 og hér til að skoða verðskrána.

Allir sem taka þátt í tímatökuvegalengdum geta fengið sms skilaboð með óstaðfestum flögutíma sínum stuttu eftir að þeir fara yfir marklínuna. Við hvetjum því hlaupara til að skrá farsímanúmer sitt eða aðstandanda í skráningarferlinu.

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka verður haldin í Laugardalshöll fimmtudaginn 18.ágúst og föstudaginn 19.ágúst. Á skráningarhátíðinni fá skráðir þátttakendur afhend hlaupagögn sín en einnig verður hægt að skrá sig á staðnum. Í ár er skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hluti af stórsýningunni FIT & RUN 2016 sem er einstök sýning fyrir alla fjölskylduna. Lögð verður áhersla á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþonið, almenna hreyfingu, heilsufæði, fatnað, skóbúnað og aðrar stuðningsvörur hlauparans á samt skemmtilegum uppákomum. Smelltu hér til að finna nánari upplýsingar um skráningarhátíðina.

hress

Allir geta safnað áheitum

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Allir skráðir þátttakendur í hlaupið geta safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Flestir ættu að finna málefni sem stendur þeim nær því 168 félög hafa skráð sig til þátttöku.

Smelltu hér til að skoða góðgerðafélögin sem hægt er að hlaupa fyrir

Smelltu hér til að skrá þig sem góðgerðahlaupara

Smelltu hér til að skoða og heita á skráða hlaupara

Smelltu hér til að skoða og heita á boðhlaupslið

Smelltu hér til að skoða og heita á hlaupahópa

hlaupastyrkur 2016-8-7

Skráning gengur vel

Laugardaginn 20.ágúst næstkomandi fer Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fram. Skráning í hlaupið gengur mjög vel en nú þegar hafa um 8700 skráð sig til þátttöku sem er 14% fleiri en á sama tíma í fyrra. Skráning í hlaupið fer fram hér á marathon.is og verður rafræn skráning opin til kl.13 fimmtudaginn 18.ágúst. Einnig er hægt að skrá sig á skráningarhátíð hlaupsins í Laugardalshöll en þá er þátttökugjald hærra.

Flestir hafa skráð sig í 10 km hlaupið eða rúmlega 3800 manns en næst flestir í hálft maraþon þar sem rétt tæplega 2500 eru skráðir. Þegar er búið að slá þátttökumet í maraþoni en þar eru nú 1583 búnir að skrá sig til þátttöku. Gamla metið var sett í fyrra, 1262 skráðir þátttakendur.

Mikil aukning er í þátttöku erlendra gesta, 3710 hafa skráð sig en þeir voru 3140 í heildina í fyrra og höfðu þá aldrei verið fleiri. Erlendu gestirnir eru af 77 mismunandi þjóðernum, flestir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada.

Um 2300 þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2016 eru að safna áheitum til góðra málefna á vefnum hlaupastyrkur.is. Nú þegar hafa safnast 19,2 milljónir sem er um 30% hærri upphæð en búið var að safna á sama tíma í fyrra. Á hlaupastyrkur.is er hægt að safna áheitum fyrir 162 mismundi góðgerðafélög og því ættu allir að geta fundið málefni sem þeir brenna fyrir. Í fyrra söfnuðust rúmlega 80 milljónir til góðra málefna. Heildarupphæð áheita sem safnast hafa í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá árinu 2006, þegar áheitasöfnun hófst, nálgast nú 500 milljónir.

Hér geta skráðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka skráð sig sem góðgerðahlaupara og valið málefni til að hlaupa fyrir.

foss

Under Armour vörur í vefverslun

Í vefverslun Reykjavíkurmaraþons verður hægt að kaupa Under Armour fatnað merktan Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2016 til 17.júlí. Um er að ræða hlaupafatnað sem er til í takmörkuðu magni og gildir reglan fyrstir koma, fyrstir fá. Hægt er að fá fatnaðinn sendan með pósti eða sækja hann á skráningarhátíð hlaupsins 18.-19.ágúst. Smelltu hér til að skoða úrvalið og panta.

bolur-kk buxur-kvk peysa-kk peysa-kvk-fjolubla

Góð skráning í Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 33.sinn laugardaginn 20.ágúst 2016. Skráning í hlaupið er í fullum gangi hér á marathon.is og hafa nú þegar um 6.500 skráð sig í hlaupið, 18% fleiri en á sama tíma í fyrra. 

Líkt og undanfarin ár eru sex vegalengdir í boði:

Maraþon (42,2 km)
Hálfmaraþon (21,1 km)
Boðhlaup (2-4 saman í liði hlaupa samtals 42,2 km)
10 km hlaup
3 km skemmtiskokk
Krakkahlaup (fyrir 8 ára og yngri)

Flestir eru nú skráðir í 10 km hlaupið eða 2.500 manns, næst flestir í hálft maraþon, 2.000 hlauparar. Þá eru tæplega 1.500 skráðir í maraþon og hafa aldrei verið fleiri í sögu hlaupsins.

Fjölmargir erlendir hlauparar koma til landsins ár hvert til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Í dag hafa um 3.100 erlendir gestir skráð sig til þátttöku og eru flestir þeirra frá Bandaríkjunum eða 950 manns. Skráðir Bretar eru 480 talsins og Kanadamenn 360. Þá eru 250 Þjóðverjar, 130 Norðmenn og 110 Svíar einnig skráðir.

Allir sem stefna á þátttöku í hlaupinu eru hvattir til að skrá sig eigi siðar en um helgina því þátttökugjaldið hækkar á miðnætti sunnudaginn 3.júlí. Smelltu hér til að skrá þig.

 39A1272

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.