Heim flag

Hlaupahópur Íslandsbanka

Þriðjudaginn 12.maí næstkomandi kl.17.30 fer hlaupahópur Íslandsbanka aftur af stað eftir smá vetrarfrí. Hópurinn hittist á þriðjudögum og fimmtudögum, klukkan 17:30 við gula húsið hjá Íslandsbanka Kirkjusandi, í allt sumar fram að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 23. ágúst.

Hlaupahópur Íslandsbanka hefur vaxið og dafnað undanfarin ár undir styrkri stjórn þrautreyndu þjálfaranna: Þórsteins, Stefáns Inga og Andrésar. Það kostar ekkert að vera með og eru allir sem vilja hvattir til að hlaupa með og koma sér í form fyrir Reykjavíkurmaraþonið.

Í ár verða tveir hópar, þ.e. annar fyrir byrjendur og hinn fyrir lengra komna (þeir sem eitthvað hafa hlaupið áður). Líkt og undanfarin á verða hlaupaáætlanir sendar út vikulega til þeirra sem skrá sig á póstlistann This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Kynningarfundur fyrir góðgerðafélög

Reykjavíkurmaraþon boðar góðgerðafélög á kynningafund vegna söfnun áheita í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 22. ágúst 2009. Kynningafundurinn verður þriðjudaginn 21. apríl kl. 17.30 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, E sal á 2. hæð. Íþróttamiðstöðin er til húsa að Engjavegi 6, húsið sem er næst Laugardalshöllinni, inngangur (aðalinngangur) fjærst Laugardalshöll. 

Fulltrúar allra góðgerðafélaga eru velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta sem hafa áhuga á að taka þátt í áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka þann 22. ágúst.

Maraþon 2009

Ertu byrjuð/byrjaður að æfa þig?

Næsta Reykjavíkurmaraþon fer fram þann 22. ágúst 2009 og skráning er þegar hafin.

Athugaðu að verðskráin hækkar því nær sem dregur hlaupinu og því er skynsamlegt skrá sig sem fyrst.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.