Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2019

    Laugavegshlaupið fer fram í 23.sinn laugardaginn 13.júlí 2019. Skráning í hlaupið opnar 11.janúar 2019 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. verða aðgengilegar í byrjun janúar 2018. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Veðurspá

Samkvæmt spá Veðurvaktarinnar lítur út fyrir rigningu í upphafi hlaups á laugardaginn og rigningu, blæstri á móti hlaupurum og þoku í Hrafntinnuskeri. Frá Álftavatni og í Þórsmörk eru líkur á að verði skýjað, þurrt og hægur vindur. Smelltu á myndina til að skoða nánar. 

LV18-vedurspa-1107-islenska

Veður á þessu svæði er síbreytilegt og mikill snjór í kringum Hrafntinnusker og því mikilvægt að allir hafi tiltækan þann klæðnað sem áður var búið að ráðleggja. Einnig er mikilvægt að hlauparar láti tösku með hlýjum fatnaði til að klæðast eftir hlaup í rútu hlaupsins í Landamannalaugum sem verður flutt inní Þórsmörk og þeir finna í farangurstjaldi á marksvæði. Sjá nánar um farangur hér.

Rétt er að ítreka líka að þó að drykkjarstöðvar séu á leiðinni er nauðsynlegt að hver og einn hlaupari hafi meðferðis drykkjarbrúsa og orkugel eða aðra næringu. Óheimilt er með öllu að kasta rusli frá sér á leiðinni. Vinsamlega leggið ykkar af mörkum við að skilja við hlaupaleiðina eins og enginn hafi farið þar um. Hver og einn þarf að passa uppá að missa ekki frá sér sín gelbréf og drykkjarmál og aðrar umbúðir utan af mat, plástrum o.fl. Hægt er að losa sig við rusl á drykkjarstöðvum og á marksvæðinu í Þórsmörk. Til að minnka rusl er miðað við að hver hlaupari fái aðeins eitt glas á hverri drykkjarstöð en að sjálfsögðu má fylla á það eins oft og hver þarf. Sjá nánar um drykkjarstöðvar og þjónustuna á leiðinni hér.

Nauðsynlegur búnaður

Helstu fregnir af Laugaveginum eru þær að þéttur snjór er nú samfelldur í um 3-4 km radíus í kringum Hrafntinnusker. Öll gil þar í kring eru full af snjó og merkingar einnig undir snjó en hlaupaleiðin verður sérstaklega merkt með appelsínugulum flöggum þannig að allir rati rétta leið. Vegna þessara aðstæðna og því að íslenskt veðurfar er ansi óútreiknanlegt biðjum við ykkur að undirbúa ykkur vel og hafa tiltækan vetrarhlaupaklæðnað.

Nauðsynlegur búnaður

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvaða búnað allir hlauparar ættu að hafa tiltækan á hlaupdag. Langerma bolur og síðar buxur, jakki, vettlingar og höfuðbúnaður sem hylur bæði höfuð og eyru er nauðsynlegur lágmarksbúnaður. Þá eru grófbotna skór og sokkar sem þola að blotna alltaf besti kosturinn. Reynslan hefur sýnt að hlaupurum þykir gott að nota lágar skóhlífar til að varna því að snjór og smásteinar fari ofan í skóna (sjá dæmi um slíka hlíf hér).

Taska í Bláfjallakvísl

Athugið að farangur sem flytja á að Bláfjallakvísl þarf að berast í Laugardalshöll fyrir kl. 17:00 föstudaginn 13.júlí (sjá opnunartíma afhendingar gagna hér). Ekki er tekið á móti farangri í plastpokum, eingöngu litlum töskum og er þyngd að hámarki 3 kg og stærð ca 20cm x 35 cm. Sjá nánar hér.

Upplýsingarit

Allir hlauparar eru vinsamlega beðnir að lesa upplýsingarit hlaupsins sem má finna hér. Þar er yfirlit yfir allt skipulag sem mikilvægt er að þátttakendur þekki vel.

Á miðvikudag fá hlauparar ítarlega veðurspá fyrir hlaupaleiðina og einnig er von á fleiri póstum til að minna á mikilvæg atriði dagana fram að hlaupi. Hvetjum því skráða þátttakendur til að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum en allir upplýsingapóstar eru sendir frá netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Jona-skyringarmynd ENK-ISL web

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.