Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2019

    Laugavegshlaupið fer fram í 23.sinn laugardaginn 13.júlí 2019. Skráning í hlaupið opnar 11.janúar 2019 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. verða aðgengilegar í byrjun janúar 2018. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Uppfærð veðurspá

Veðurvaktin hefur sent okkur uppfærða veðurspá fyrir hlaupaleiðina á morgun. Spáin í dag er aðeins betri en sú sem við sendum á miðvikudaginn, von á sólarglennum í Emstrum og Húsadal og hægari vind á því svæði sem við gleðjumst mikið yfir. Áfram er spáð þoku, rigningu og roki í Hrafntinnuskeri. Þar þarf því að fylgjast vel með appelsínugulu flöggunum sem búið er að setja í snjóinn til að fara ekki af leið. Smellið á myndina til að skoða spána nánar.

LV18-vedurspa-1307-islenska

Staðan á hlaupaleiðinni

Staðan á hlaupaleiðinni er góð samkvæmt skálavörðum og göngufólki á svæðinu. Snjórinn við Hrafntinnusker hefur aðeins hopað en er þó enn í 2-3 km radíus þar í kring. Það sem hefur helst truflað göngufólk er snjókrapi og þurfa hlauparar gera ráð fyrir að fara yfir slíkt undirlag á einhverjum tímapunkti, líklega í útjaðri snjólínunnar.

Rútuferðir

Minnum á að rútur hlaupsins fara frá Skautahöllinni í Laugardal kl. 4:30 í fyrramálið. Þau sem pöntuðu sæti í rútunni frá Selfossi þurfa að mæta kl.5:00 á N1 bensínstöðina á Selfossi. Þeir sem koma í rútuna í Hrauneyjum þurfa að vera tilbúnir kl.7:00.  Mikilvægt er að mæta tímanlega því rútan bíður ekki eftir neinum. Það verður hægt að komast á klósett í Skautahöllinni í Laugardal fyrir brottför eða frá kl.4:15-4:25 en næsti möguleiki eftir það er ekki fyrr en í Hrauneyjum um tveimur tímum síðar.

Afhending hlaupagagna

2015-number-pickup

Hlaupagögn fyrir Laugavegshlaupið 2018 verða afhend í Laugardalshöll fimmtudaginn 12.júlí milli kl.12 og 17 og föstudaginn 13.júlí milli kl.9 og 17.

Við afhendingu gagna þarf að framvísa persónuskilríkjum og undirrita skilmála. Meðal annars er verið að undirrita samþykki fyrir því að hafa kynnt sér reglur hlaupsins og því mikilvægt að þátttakendur lesi þær hér á vefnum. Þau sem ekki komast til að veita gögnum sínum móttöku og senda fulltrúa í sinn stað þurfa að prenta út og skrifa undir skilmálana sem má finna hér.

Gagnlegar upplýsingar dagana fyrir hlaup

Ráshópar 2018

Nauðsynlegur búnaður

Upplýsingarit fyrir þátttakendur

 

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.