Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2019

    Laugavegshlaupið fer fram í 23.sinn laugardaginn 13.júlí 2019. Skráning í hlaupið opnar 11.janúar 2019 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. verða aðgengilegar í byrjun janúar 2018. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Uppfærð veðurspá

Veðurvaktin hefur sent okkur uppfærða veðurspá fyrir hlaupaleiðina á morgun. Breytingar frá í gær eru einkum þær að skúrir eða rigning verður allt frá upphafi hlaups og eins er nú spáð lítið eitt ákveðnari SV-átt sem lengst af verður mótvindur á hlaupaleiðinni. Þetta er þó alls ekki vont veður eða verulega óhagstætt segir veðurfræðingur. Smellið hér til að skoða spána á korti.

vedurspa-2017-7-14

Veðurspá

Veðurvaktin hefur gert veðurspá fyrir Laugavegshlaupið 2017 og er von á uppfærðri spá frá þeim aftur á morgun.

Samkvæmt spá Veðurvaktarinnar lítur út fyrir sunnangolu, skáhalt á móti til að byrja með og allt að 8 m/s í Hrafntinnuskeri. Markvert hægari vindur þegar komið verður neðar en þá suðvestlægari lengst af frekar á móti á hlaupaleiðinni. Þurrt verður í Landmannalaugum, en með aukinni hæð verður dálítil rigning. Skúraleiðingar þegar neðar dregur og að mestu skýjað, þó sólarglennur séu ekki útilokaðar. Smelltu hér til að skoða veðurspána á korti.

Veður á þessu svæði er síbreytilegt og því mikilvægt að allir hafi tiltækan þann klæðnað sem áður var búið að ráðleggja. Einnig er mikilvægt að hlauparar láti tösku með hlýjum fatnaði til að klæðast eftir hlaup í rútu hlaupsins í Landamannalaugum sem verður flutt inní Þórsmörk og þeir finna í farangurstjaldi á marksvæði. Sjá nánar um farangur hér.

Rétt er að ítreka að þó að drykkjarstöðvar séu á leiðinni er nauðsynlegt að hver og einn hlaupari hafi meðferðis drykkjarbrúsa og orkugel eða aðra næringu. Til að losna við klístur og rusl sem fylgir gelbréfum er ráðlagt að setja innihald gelbréfanna í brúsa. Það hefur reynst hlaupurum vel að fá sér einn og einn sopa af geli alla leiðina. Auk þess hefur reynst vel að hafa meðferðis salttöflur eða eina teskeið af salti í plastpoka sem hægt er að fá sér nokkur korn af og skola niður með vatni. Drykkjarstöðvar á hlaupaleiðinni eru í Hrafntinnuskeri, við Álftavatn, á söndum við innri Emstruá, í Emstrum, við Ljósá og við Þröngá.

Óheimilt er með öllu að kasta rusli frá sér á leiðinni. Hvetjum alla til að leggja sitt að mörkum við að skilja við hlaupaleiðina eins og enginn hafi farið þar um. Hver og einn þarf að passa uppá að missa ekki frá sér sín gelbréf og drykkjarmál og aðrar umbúðir utan af mat, plástrum o.fl. Hægt er að losa sig við rusl á drykkjarstöðvum og á marksvæðinu í Þórsmörk.

vedurspa-2017-7-13

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.