Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2018

    Laugavegshlaupið fer fram í 22.sinn laugardaginn 14.júlí 2018. Skráning í hlaupið opnar 12.janúar 2018 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. verða aðgengilegar í byrjun janúar 2018. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Skráning viðbótarupplýsinga

Laugavegshlaupið 2017 nálgast óðfluga og í dag eru aðeins mánuður til stefnu. Við vonum að undirbúningur hlaupara gangi vel og þeir séu um það bil að verða klár í slaginn.

Allir hlauparar þurfa nú að fara inn á „mínar síður“ hér á marathon.is og skrá inn umbeðnar upplýsingar vegna hlaupsins. Um er að ræða skráningu á áætluðum lokatíma og ósk um að vera í ráshóp með ákveðnum hlaupafélögum. Á sama stað er hægt að panta sæti í rútu hlaupsins, morgunmat í Hrauneyjum og heitan mat í Þórsmörk. Síðasti dagur til að skrá þessar upplýsingar er sunnudagurinn 2. júlí. Eftir þann tíma lokar skráningin.

Notendanafn hlaupara á „mínar síður“ er kennitalan þeirra og lykilorð sem þeir fengu sent í tölvupósti við skráningu í hlaupið. Smellt er á „i“ merkið undir aðgerðir á mínum síðum til að komast í skráningu viðbótarupplýsinga. Hér er hægt að sækja nýtt lykilorð ef það er týnt. Athugið að stundum fer þessi póstur beint í rusl hólfið.

Dagana fram að hlaupi fá hlauparar nánari upplýsingar um veður, færð o.fl. og eru því beðnir að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum. Póstarnir koma frá netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  en ráðlagt er að setja það netfang sem tengilið svo þeir skili sér örugglega.

Að lokum er minnt á að allar beiðnir um endurgreiðslu 50% þátttökugjalds og þar með afskráningu úr hlaupinu þurfa að berast fyrir 1.júlí 2017. Ekki er boðið uppá nafnabreytingar. Sjá nánar um endurgreiðslu hér í skilmálum hlaupsins.

8-IMG 6698

Fullt í Laugavegshlaupið 2017

Fullbókað er nú í Laugavegshlaupið 2017 og hefur skráningu því verið lokað. Ekki verður boðið uppá skráningu á biðlista. Þeim sem ekki náðu að skrá sig í ár er bent á að Laugavegshlaupið 2018 fer fram laugardaginn 14.júlí og hefst skráning í janúar 2018.

Hlauparar frá 33 löndum víðsvegar um heiminn eru skráðir til þátttöku en rúmlega helmingur þeirra er búsettur á Íslandi. Smellið hér til að skoða lista yfir skráða þátttakendur.

Í júní fá skráðir þátttakendur boð um að panta sæti í rútu hlaupsins, morgunmat og heitan mat á marksvæði. Þegar nær dregur hlaupi verða einnig sendar upplýsingar um ástand hlaupaleiðarinnar, veðurspá o.fl. Allur póstur er sendur frá netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Mælt er með því að setja netfangið inn sem tengilið svo að mikilvægar upplýsingar fari í ekki í ruslpóstsíur.

16-141-4196 IMG

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.