Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2018

    Laugavegshlaupið fer fram í 22.sinn laugardaginn 14.júlí 2018. Skráning í hlaupið opnar 12.janúar 2018 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. verða aðgengilegar í byrjun janúar 2018. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Tímataka 2018

floguoklabandSjálfvirk tímataka er í Laugavegshlaupinu í fyrsta skipti núna í ár. Notaður verður tímatökubúnaður frá timataka.net sem samanstendur af mottum í rásmarki, sem hlauparar fara yfir í byrjun og enda hlaups og flögu (lítill hvítur plasthringur). Flagan er á ökklabandi sem hver og einn hlaupari verður að festa vel á ökklann, best er að hafa ökklabandið utan á sokknum. Flagan geymir númer sem tengt er viðkomandi hlaupara og tímatakan hefst þegar farið er yfir motturnar í byrjun hlaups og lýkur þegar hlaupari fer yfir hana aftur í marki.

TÍMATAKAN

Tekinn er tími frá því að startskot hvers ráshóps ríður af, svokallaður byssutími. Byssutími er sá tími sem gildir til úrslita í hlaupinu en flögutími gefur nákvæman persónulegan árangur hlaupara, óháð því hve aftarlega í ráshópnum hann var við ræsingu.

Þar sem hlaupið verður ræst í nokkrum ráshópum sem ræstir eru með fimm mínútna millibili þarf röð þátttakenda í mark ekki endilega að endurspegla nákvæmlega röð þeirra í úrslitum. Klukkan í markinu sýnir tímann sem liðinn er frá því að fyrsti ráshópurinn hóf hlaupið. Nánari upplýsingar um ráshópa er að finna hér

Millitímamottur verða staðsettar í Álftavatni, 22 km og í Emstrum, 38 km. Þar fá keppendur skráðan millitíma svo framarlega sem þeir stíga á mottuna. Stefnt er að því að vera með lifandi úrslit á vefnum en vegna óstöðugs gsm sambands á svæðinu er ekki hægt að lofa því.

ÖKKLABANDINU OG FLÖGUNNI SKILAÐ

Allir þátttakendur fá flöguna og ökklabandið á leigu, sem er innifalið í þátttökugjaldinu. Að hlaupi loknu þarf hver og einn þátttakandi að skila ökklabandinu með flögunni og afhenda hana starfsmönnum hlaupsins sem staðsettir verða í sjúkratjaldinu. Flagan er virk í þetta eina hlaup. Hægt er að virkja flöguna aftur og þess vegna er verðgildi í henni fyrir hlauphaldara. ÞÁTTTAKENDUR ERU BEÐNIR AÐ VIRÐA SKILAÁKVÆÐI vegna umhverfissjónarmiða og kostnaðar. Flagan ásamt hlaupanúmeri hefur verið skráð á nafn þátttakanda og gildir eingöngu fyrir þann einstakling. Skili viðkomandi ekki flögunni til starfsmanna getur hann fengið bakreikning.

floguskil 

Skráðir þátttakendur 2018

Hér á marathon.is er hægt að skoða lista yfir skráða hlaupara í Laugavegshlaupið 2018. Á listanum kemur fram nafn, kyn, fæðingarár, sveit, hlaupahópur og þjóðerni.

Þau sem ekki vilja láta nafn sitt birtast á listanum geta hakað við í þar til gerðan reit í skrefi 6 í skráningarferlinu. Hægt er að breyta þessari stillingu á ,,mínum síðum" undir liðnum vefupplýsingar. Athugið að ekki er hægt að komast hjá því að nöfn þátttakenda birtist á ráslistum stuttu fyrir hlaup og í úrslitum að hlaupi loknu.

Smelltu hér til að sjá lista yfir skráða þátttakendur.

0- MG 6528

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.