Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2019

    Laugavegshlaupið fer fram í 23.sinn laugardaginn 13.júlí 2019. Skráning í hlaupið opnar 11.janúar 2019 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. verða aðgengilegar í byrjun janúar 2018. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Þorbergur og Young sigruðu Laugavegshlaupið 2017

Sigurvegarar Laugavegshlaupsins 2017 eru þau Þorbergur Ingi Jónsson og Arden Young frá Kanada. Töluvert mikill vindur var á móti hlaupurunum á leiðinni í dag sem gerði mörgum erfitt fyrir en að öðru leiti góðar aðstæður.

Fyrstu þrír karlar:

1. Þorbergur Ingi Jónsson, Ísland 4:13:25
2. Germain Grangier, Frakkland, 4:22:17
3. Benoit Branger, Frakkland, 4:44:15

Tími Þorbergs er þriðji besti tíminn sem náðst hefur í hlaupinu í karlaflokki frá upphafi en hann á sjálfur besta og næst besta tímann. Þetta var fjórði sigur Þorbergs í Laugavegshlaupinu og jafnframt í fjórða sinn sem hann tekur þátt. Þorbergur og Germain hlupu saman stóran hluta leiðarinnar en Þorbergur fór framúr eftir um 40 km og hélt forystunni til enda.

Fyrstu þrjár konur:

1. Arden Young, Kanada, 5:12:01
2. Elísabet Margeirsdóttir, Ísland, 5:28:15
3. Stina Höglund, Svíþjóð, 5:37:42

Arden Young kom í mark á þriðja besta tíma sem náðst hefur í kvennaflokki. Elísabet Margeirsdóttir sem var í 2.sæti og fyrsta íslenska konan í mark var að hlaupa sitt 8. Laugavegshlaup og bætti besta tímann sinn um tæpar 6 mínútur. 

Smelltu hér til að skoða heildrúrslit og hér til að skoða myndir.

1-karl-kona

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.