Heim flag

Marksvæði

Mikilvægt er að allir hlauparar kynni sér skipulag á marksvæðinu í Lækjargötu. 10, 21 og 42 km hlauparar fara af stað á báðum akbrautum Lækjargötu. 10 km koma í mark vestan megin en 21 og 42 km koma í mark austanmegin. Skemmtiskokk hefst og endar vestan megin í Lækjargötu. Marksvæðið er eingöngu fyrir þátttakendur og aðstandendur þurfa að vera fyrir utan marksvæði. Hvíldarsvæði er eingöngu fyrir maraþonhlaupara.

RM-marksvaedi

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.