Heim flag

Hæðarkort

RM-thversnid

Eins og sjá má á hæðarkortinu hér að ofan er brautin í Reykjavíkurmaraþoni mjög flöt. Í maraþoni og hálfu maraþoni er hlaupinn einn hringur (fyrir utan síðasta hluta maraþonsins þar sem að hluta til er hlaupin sama leið og í byrjun hlaups). Leiðin er um 60% flöt og 40% aflíðandi. Breytingar á hæð yfir sjávarmáli eru aðeins um 30 metrar. Á fyrstu 6 km eru þrjár smávægilegar brekkur með fárra metra hækkun og einnig í kringum 12 km. Eftir 15 km er brekka með um 10 metra hækkun, líklega brattasti hluti leiðarinnar. Frá 18 km til 20 km er hæg hækkun um 25 m (hæsti punktur leiðarinnar). Eftir það eru mjög litlar hækkanir með undantekningu í kringum 26 og 28 km þar sem hækkun er um 6-7 metrar.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.