Heim flag

Kort

Hér er hægt að skoða kort af keppnisvegalengdum í Miðnæturhlaupi Suzuki. Einhverjar breytingar gætu verið gerðar á hlaupaleiðum milli ára. Nánari upplýsingar um hlaupaleiðir hverrar vegalengdar má finna undir vegalengdir hér á síðunni. 

Öll hlaup hefjast á Engjavegi og enda í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands

Smellið á kortin af leiðunum til að skoða stærri mynd. Smellið hér til að skoða leiðir á Google maps.

Hálfmaraþon

Leiðin sem hlaupin er í hálfmaraþoninu er bæði skemmtileg og krefjandi. Hlaupið er alla leið upp Elliðaárdalinn og framhjá svæði Fáks í Víðidal. Þaðan er farið upp að Rauðavatni og Morgunblaðshúsinu. Síðan hlaupið yfir Grafarholt og niður Grafarvoginn. Frá bryggjuhverfinu í Grafarvogi er farið inn í Laugardalinn aftur.

midnaeturhlaup 21km2015 vef

Hér má sjá hæðarkort af hálfmaraþon leiðinni

elevation-map


10 km

10 km hlaupaleiðin liggur í gegnum Laugardalinn og upp að stíflunni í Elliðaárdal og til baka.

midnaeturhlaup 10km2015 vef


5 km

Í 5 km hlaupinu er hlaupin skemmtileg leið í kringum Laugardalinn.

midnaeturhlaup 5km2015 vef

Vinsamlega athugið að merkt hlaupaleið er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum. Þátttakendum er ekki heimilt að hafa meðferðis hunda eða önnur gæludýr.

Smelltu hér til að nálgast upplýsingar um drykkjarstöðvar á hlaupaleiðunum. 

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.