Heim flag

Kort

Hér er hægt að skoða kort af keppnisvegalengdum í Miðnæturhlaupi Suzuki. Einhverjar breytingar gætu verið gerðar á hlaupaleiðum milli ára. Nánari upplýsingar um hlaupaleiðir hverrar vegalengdar má finna undir vegalengdir hér á síðunni. 

Öll hlaup hefjast á Engjavegi og enda í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands

Brautin er ekki algerlega lokuð fyrir bílaumferð og því er mikilvægt að fara varlega.

Hlaupaleiðirnar er hægt að skoða á google kortinu hér að neðan en einnig eru pdf útgáfur neðar á síðunni.

 

Hálfmaraþon

Leiðin sem hlaupin er í hálfmaraþoninu er bæði skemmtileg og krefjandi. Hlaupið er alla leið upp Elliðaárdalinn og framhjá svæði Fáks í Víðidal. Þaðan er farið upp að Rauðavatni og Morgunblaðshúsinu. Síðan hlaupið yfir Grafarholt og niður Grafarvoginn. Frá bryggjuhverfinu í Grafarvogi er farið inn í Laugardalinn aftur.

Hér má sjá hæðarkort af hálfmaraþon leiðinni

elevation-map

Kort-af-allri-leið-i-21.1


10 km

10 km hlaupaleiðin liggur í gegnum Laugardalinn og upp að stíflunni í Elliðaárdal og til baka.

Kort-af-10-km-leið 

5 km

Í 5 km hlaupinu er hlaupin skemmtileg leið í kringum Laugardalinn.

Kort-af-5-km-leið


Vinsamlega athugið að merkt hlaupaleið er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum. Þátttakendum er ekki heimilt að hafa meðferðis hunda eða önnur gæludýr.

Smelltu hér til að nálgast upplýsingar um drykkjarstöðvar á hlaupaleiðunum. 

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.