Heim flag

Verðlaun

Allir hlauparar sem ljúka hlaupinu hljóta þátttökuverðlaun.

Einnig eru veitt glæsileg verðlaun til fyrstu þriggja kvenna og karla og sigurvegara í aldursflokkum og sveitakeppni. Þessum verðlaunum eru gerð nánari skil hér fyrir neðan.

Peningaverðlaun

Veitt verða eftirfarandi peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti karla og kvenna.

 Karlar  Konur
 1. sæti     100.000    100.000  
 2. sæti  50.000  50.000
 3. sæti  25.000  25.000

Fyrsti karl og kona

Fyrsti karl og fyrsta kona í mark í hlaupinu fá eftirfarandi verðlaun

  • 50.000 króna gjafabréf í flug með WOW air
  • Adidas Terrex utavegaskó
  • Garmin Fenix X5 plus úr

Fyrstu þrír karlar og konur

Fyrstu þrír karlar og fyrstu þrjár konur fá eftirfarandi verðlaun

Sveitakeppni og aldursflokkar

  • Þrír fyrstu karlar og þrjár fyrstu konur í hverjum aldursflokki fá verðlaunagrip
  • Fyrsta sveit í mark í hverri tegund sveitakeppninnar hlýtur verðlaunagrip

Verðlaunagripir

Sigurvegarar í Laugavegshlaupinu fá glæsilegan verðlaunagrip sem í ár er hannaður af keramikernum Bjarna Sigurðssyni. Bjarni útskrifaðist frá Aarhus Kunstakademi árið 2000 eftir fjögurra ára keramiknám. Hvert verk listamannsins er einstakt. Bjarni vinnur mikið með hrein form og kröftuga glerunga, sem hann vinnur frá grunni. Verk hans endurspegla oft náttúruna og hann hefur meðal annars notað ösku úr eldgosinu í Eyjafjallajökli 2010 í sköpunarverk sínum. Verðlaunagripur er veittur fyrstu þrem körlum og konum í hlaupinu, ásamt fyrstu þrem körlum og konum í hverjum aldursflokki sem og fyrstu sveit hverrar tegundar í sveitakeppninni.

 

verdlaun

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.