Articles

Myndir af gleði dagsins

Það ríkti mikil gleði í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka síðastliðinn laugardag. Margir ljósmyndarar unnu hörðum höndum við það að ná að festa gleðina á myndir.

Ljósmyndarar Reykjavíkurmaraþons þau Hrund Þórsdóttir og Óskar Páll Elfarsson tóku hátt í 800 myndir af hlaupurum og starfsmönnum bæði á marksvæðinu og úti á brautinni. Smelltu hér til að skoða myndirnar. Myndir Reykjavíkurmaraþons eru einnig komnar inná Facebook síðu hlaupsins.

ASI Photo / Brightroom voru með fjóra ljósmyndara á svæðinu sem náðu myndum af stórum hluta þátttakenda. Hægt er að leita í myndabanka þeirra með því að slá inn eftirnafn hlaupara eða hlaupnúmer þeirra. Smelltu hér til að skoða myndirnar.

Ljósmyndarar hlaup.is tóku einnig myndir af hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2011. Myndum á hlaup.is er raðað í flokka eftir áætluðum lokatíma hlaupara og því ætti að vera auðvelt að finna þau sem þú leitar að. Smellið hér til að skoða myndir frá hlaup.is.