Víðavangshlaup ÍR 2017

Víðavangshlaup ÍR fer fram í 102. sinn á sumardaginn fyrsta auk þess fer Grunnskólahlaup ÍR fram í 2. sinn og í fyrsta sinn verður boðið upp á 2,7 km skemmtiskokk. Hlaupin eru ræst kl.12 í hjarta borgarinnar og liggur hlaupaleiðin um miðbæinn.

Víðavangshlaup ÍR var fyrst haldið á sumardaginn fyrsta árið 1916 og hefur síðan þá verið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar, en enginn íþróttaviðburður hér á landi á jafn langa samfellda sögu og Víðavangshlaup ÍR. Frekari upplýsingar um sögu hlaupsins er hér auk þess eru upplýsingar á Facebooksíðu hlaupsins.

Víðavangshlaupið er 5 km langt. Um þrefalda keppni er um að ræða og verða veitt verðlaun fyrir hverja þeirra:

  • 102. Víðavangshlaup ÍR
  • Íslandsmeistaramót kvenna og karla í 5 km götuhlaupi
  • Powerade sumarhlaupin

Grunnskólamót er keppni á milli grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og er efnt til þess í annað sinn. Hlaupið er um 2,7 km langt en þátttakendur eru ræstir 10 mínútum á eftir þátttakendum í Víðavangshlaupinu og hlaupa seinni hluta hlaupaleiðar Víðavangshlaupsins. Í Grunnskólamótinu gildir að vera með. Sá skóli sigrar sem á hæsta hlutfall nemenda sem ljúka hlaupinu undir 25 mínútum.

VÍR skemmtiskokk er til þess að koma til móts við þá foreldra og börn sem vilja gera sér glaðan dag á fyrsta degi sumars og hlaupa saman um miðbæ Reykjavíkur. Hlaupaleiðin er sú sama og í Grunnskólamótinu.

Tími og staðsetning

Sumardaginn fyrsta 20. apríl nk. Víðavangshlaup ÍR er ræst kl. 12:00 í Tryggvagötunni við Pósthússtræti. Grunnskólamót og skemmtiskokk VÍR er ræst kl. 12:10 í Lækjargötunni fyrir framan MR.

Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á keppnisstað og hafa hugfast að það getur tekið tíma að leggja bílum í miðbæ borgarinnar. Ráðlagt er að leggja í bílastæði Hörpunnar meðan rúm leyfir.

Vegalengd

Hlaupaleið Víðavangshlaups ÍR er 5 km, mæld og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ). Grunnskólahlaup ÍR og skemmtiskokk VÍR er 2,7 km og er ekki viðurkennd af FRÍ.

Skráning og afhending gagna

Forskráning er á hlaup.is til miðnættis 19. apríl. Þátttökugjaldið hækkar eftir miðnætti þriðjudaginn 18. apríl (hærra gjald 19. apríl) og eru þátttakendur því hvattir til að forskrá sig tímanlega á hlaup.is. Forskráning fer jafnframt fram í ÍR heimilinu miðvikudaginn 19. apríl á milli kl. 16:30 og 19:00.

Skráning á hlaupadag. Unnt er að skrá sig í Hinu Húsinu á hlaupadag frá kl. 09:30-11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup, keppendur eru vinsamlegast beðnir um að virða tímamörkin.

Afhending gagna. Forskráðir geta sótt gögnin sín í ÍR heimilinu, Skógarseli 12, miðvikudaginn 19.apríl á milli kl. 16:30 og 19:00. Afhending gagna á hlaupadegi verður í Hinu Húsinu á milli kl. 09:30 og 11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup. 

Nánari upplýsingar

Upplýsingar um þátttökugjöld, hlaupaleið, tímatöku, verðlaun o.fl. má finna á heimasíðu hlaupsins: ir.is/vidavangshlaup/

Úrslit

Smellið hér til að skoða úrslit Víðavangshlaups ÍR 2017.