Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017

Reykjavíkurmaraþon fer fram í 34.sinn í ár. Hlaupið er haldið samhliða Menningarnótt í Reykjavík.

Helstu upplýsingar um hlaupið

Tímasetning: 19.ágúst 2017.

Vegalengdir: Maraþon, hálfmaraþon, 10 km hlaup, 3 km skemmtiskokk og krakkamaraþon. Athugið að aðeins 10 km hlaup gildir til stiga á Powerade mótaröðinni.

Staðsetning: Ræst í Lækjargötunni í miðbæ Reykjavíkur. Smellið hér til að finna kort og leiðarlýsingu.

Skráning: Skráning á marathon.is.

Þátttökugjald: Þátttökugjald hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi og því borgar sig að skrá tímanlega. Nákvæma verðskrá má finna hér.

Verðlaun: Allir þátttakendur sem ljúka hlaupinu fá verðlaunapening en verðlaunafé verður veitt í karla og kvennaflokki í maraþoni og hálfmaraþoni. Auk þess eru sérverðlaun fyrir brautarmet í sömu vegalengdum. Þá fá fyrstu þrír í hverri vegalengd einnig verðlaun auk fyrsta karls og konu í hverjum aldursflokki. Sjá nánar með því að smella hér.

Heimasíða hlaupsins: www.marathon.is/reykjavikurmaraton

Úrslit
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2014