Miðnæturhlaup Suzuki 2017

Miðnæturhlaupið fer fram í 25.sinn þann 23.júní 2017. Hlaupið endar rétt fyrir miðnætti og er öllum þátttakendum boðið í sund í Laugardalslaug að hlaupi loknu.

Helstu upplýsingar um hlaupið

Tímasetning: 23.júní 2017

Vegalengdir: Hálfmaraþon (21,1 km), 10 km hlaup og 5 km hlaup. Athugið að aðeins 10 km hlaup gildir til stiga í Powerade Sumarhlaupunum.

Staðsetning: Laugardalur í Reykjavík. Ræst á Engjavegi.

Skráning: Forskráning á marathon.is til miðnættis fimmtudaginn 22.júní. Einnig skráning á hlaupdegi, 23.júní í Laugardalshöll. Athugið að þátttökugjald hækkar þegar nær dregur hlaupi og er dýrast á hlaupdag. Lokað verður fyrir nýskráningar hálftíma fyrir hlaup. Forskráningargögn verða afhent á hlaupdegi frá kl.16:00. Vinsamlega sækið forskráningar eigi síðar en 30 mínútum fyrir hlaup.

Flögutímataka: Flögutímataka. Skila þarf tímatökuflögum í marki eftir hlaup.

Tímataka: Byssutími gildir til úrslita og röðunar í sæti.

Þátttökugjöld:

Eftirfarandi er verðskrá í Miðnæturhlaup Suzuki 2017:

Vegalengd Forskráning á marathon.is 
11.janúar til 27.apríl
  
Forskráning á marathon.is
28.apríl - 22.júní
 
Skráning á hlaupdag
23. júní 2017 frá kl.16
   Með medalíu Án medalíu  Með 
medalíu
Án 
medalíu
Með medalíu  Án medalíu 
Hálfmaraþon 3.900 3.400 4.400 3.900 5.400 4.900
10 km 2.900 2.400 3.100 2.600 4.200 3.700
5 km 2.400 1.900 2.600 2.100 3.000 2.500

Athugið að þátttökugjöld verða ekki endurgreidd.

Powerade drykkir og vatn verður í boði CCEP auk þess sem allir þátttakendur fá frítt í sund í Laugardalslaug eftir hlaup.

Heimasíða skipuleggjenda: marathon.is

Úrslit og myndir frá Miðnæturhlaupi Suzuki 2016: 
Smellið hér til að skoða úrslit hlaupsins og hér til að skoða myndir.