Ármannshlaup Eimskips 2017

Ármannshlaup Eimskips er 10 km götuhlaup. Hlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata og hraða braut þar sem margir hlauparar hafa náð sínum besta tíma. Ræsing og endamark er við Vöruhótel Eimskips í Sundahöfn. Munur á hæsta og lægsta punkti á brautinni er aðeins 6,7 metrar.  

Helstu upplýsingar um hlaupið

Tímasetning
5. júlí 2017 kl. 20:00. 

Vegalengdir
10 km hlaup með tímatöku. Notast verður við flögutímatöku.

Staðsetning
Ræst er við Vöruhótel Eimskips, Sundahöfn.

Hlaupaleið
Hlaupaleið verður í öllum aðalatriðum hin sama og á síðasta ári. Hlaupið verður meðfram Sæbrautinni niður að Hörpu, snúið þar við og hlaupið sömu leið til baka. Ræs- og marksvæðið verður líkt og í fyrra aðeins breytt frá fyrri tíð til að laga annmarka í ræsingu. Smellið hér til að skoða flata og skemmtilega 10 km braut Ármannshlaups Eimskips 2017.

Skráning og þátttökugjald

Skráning er hafin hér: https://armannshlaupid.skraningar.net/ 

Þátttökugjaldið er 2.300 kr í forskráningu og 3.000 kr á hlaupadegi.

Verðlaun

  • Verðlaunagripir fyrir fyrstu 3 sæti karla og kvenna
  • Sigurvegarar í hverjum aldursflokki karla og kvenna hljóta verðlaun 
  • Þátttökupeningar 
  • Útdráttarverðlaun

Aldursflokkar

  • 18 ára og yngri
  • 19-29 ára 
  • 30-39 ára 
  • 40-49 ára 
  • 50-59 ára
  • 60 ára og eldri

Heimasíða skipuleggjenda
frjalsar.is

Fyrri úrslit:

Ármannshlaup Eimskips 2017: timataka.net
Ármannshlaup Eimskips 2016: timataka.net
Ármannshlaupið 2015: timataka.net
Ármannshlaupið 2014: timataka.net
Ármannshlaupið 2013: hlaup.is
Ármannshlaupið 2012: hlaup.is
Ármannshlaupið 2011: 
hlaup.is
Ármannshlaupið 2010: 
hlaup.is
Ármannshlaupið 2009: 
hlaup.is

Myndir:

Myndir frá hlaupinu árið 2017 má sjá hér á myndasíðu Ármenninga.
Myndir frá hlaupinu árið 2016 má sjá hér
Myndir frá hlaupinu árið 2015 má sjá hér og hér á myndasíðu Ármenninga.
Myndir frá hlaupinu árið 2014 má sjá hér og hér á myndasíðu Ármenninga.
Myndir frá hlaupinu árið 2013 má sjá hér á myndasíðu Ármenninga og hér á hlaup.is.
Myndir frá hlaupinu árið 2012 má sjá 
hér á myndasíðu Ármenninga og hér á hlaup.is.
Myndir frá hlaupinu árið 2011 má sjá hér á myndasíðu Ármenninga og hér á hlaup.is.
Myndir frá hlaupinu árið 2010 má sjá hér á myndasíðu Ármenninga og hér á hlaup.is.