Heim flag

Tímataka

Sjálfvirk tímataka er í 10 km, hálfmaraþoni, maraþoni og boðhlaupi. Notaður verður tímatökubúnaður frá MyLaps sem samanstendur af mottum í floguleidbeiningarrásmarki sem hlauparar fara yfir í byrjun og enda hlaups og flögum (lítill hvítur plasthringur). Flöguna verður hver og einn hlaupari að festa við reimarnar á öðrum skónum sínum eða á ökklaband boðhlaupsliðsins. Engin flaga = enginn tími. Flagan geymir númer sem tengt er viðkomandi hlaupara/boðhlaupsliði og tímatakan hefst þegar farið er yfir motturnar í byrjun hlaups og lýkur þegar hlaupari fer yfir hana aftur í marki. Flögutími gefur því nákvæman persónulegan árangur hlaupara/boðhlaupsliðs, óháð því hve aftarlega í hópnum hann var við ræsingu. Einnig er tekinn tími frá því að startskot ríður af sem kallast byssutími. Það er sá tími sem gildir til úrslita í hlaupinu eins og alþjóðlegar reglur um lögleg götuhlaup segja til um. Millitímamottur verða staðsettar á 6 stöðum á leiðinni: við 10 km, 20 km, 21,1 km, 25 km, 30 km og 37,2 km. Þar fá keppendur skráðan millitíma svo framarlega sem þeir stíga á mottuna..

MARAÞON, HÁLFMARAÞON, 10 KM OG 3 KM

Tímataka hvers og eins þátttakanda er framkvæmd með flögu. Festa þarf flöguna með skóreim við annan skó þátttakandans. Hafi þátttakandi enga flögu festa í skóinn er ekki hægt að mæla tímann hans. Til þess að reimin losni ekki er gott að binda tvöfaldan hnút.

BOÐHLAUP

Hvert lið fær úthlutað einni flögu sem mælir tíma liðsins. Flagan er fest á ökklabandið sem fylgir með þátttökunúmerinu. Festa þarf ökklabandið með áfastri flögunni um ökklann, ekki hærra en 40 cm frá jörðu. Tímatökutækin nema aðeins flögur sem eru 40 cm frá jörðu eða lægra og því dugir ekki að halda á flögunni í hendinni. Á skiptistöðvunum þurfa hlauparar að láta þann sem skipt er við hafa ökklabandið með flögu liðsins áfastri. Ef liðið notar ekki flöguna fæst enginn tími.

FLÖGUNNI SKILAÐ

Allir þátttakendur fá flöguna á leigu, sem er innifalin í þátttökugjaldinu. Að hlaupi loknu þarf hver og einn þátttakandi að losa flöguna af skónum og afhenda hana starfsmönnum hlaupsins sem staðsettir verða innan og utan marksvæðis og í upplýsingamiðstöð hlaupsins í Menntaskólanum í Reykjavík. Þátttakendur í boðhlaupi þurfa að skila ökklabandinu með áfastri flögu. Flagan er virk í þetta eina hlaup. Hægt er að virkja flöguna aftur og þess vegna er verðgildi í henni fyrir hlauphaldara. ÞÁTTTAKENDUR ERU BEÐNIR AÐ VIRÐA SKILAÁKVÆÐI vegna umhverfissjónarmiða og kostnaðar og stuðla þannig að sanngjörnu þátttökugjaldi til framtíðar. Flagan ásamt hlaupanúmeri hefur verið skráð á nafn þátttakanda og gildir eingöngu fyrir þann einstakling. Frávik frá því ógildir tímatöku. Skili viðkomandi ekki flögunni til starfsmanna getur hann fengið bakreikning. 

flogumerki

Starfsmenn sem safna tímatökuflögum halda á skiltum eins og á myndinni hér að ofan.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.