Heim flag

Sveitakeppni 2017

Í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km hlaupi er boðið upp á fjögurra manna sveitakeppni sem þýðir að vinnufélagar, félagasamtök, fjölskyldur, vinir eða allir þeir sem áhuga hafa geta myndað sveitir.

Hægt er að mynda þrjár mismunandi tegundir af sveitum en þeir sem eru í sömu sveit verða að hlaupa sömu vegalengd:

 • Kvennasveit - 4 konur í sveit
 • Karlasveit - 4 karlar í sveit 
 • Blönduð sveit - 2 konur og 2 karlar í sveit

Fyrsta sveit í mark í hverri vegalengd og hverri tegund af sveit fær verðlaun. Tímar allra einstaklinga í sveitinni gilda. 

Reglur um sveitir

 • Allir skráðir þátttakendur geta stofnað sveit.
 • Hægt er að mynda þrjár mismunandi tegundir af sveitum: kvennasveit, karlasveit eða blandaða sveit.
 • Allir meðlimir sveitar verða að hlaupa sömu vegalengd.
 • Keppendur þurfa fyrst að skrá sig í hlaup og borga keppnisgjald áður en þeir geta skráð sig í sveit.
 • Að skrá þátttakendur í sveit er ókeypis.
 • Einn fulltrúi í hverri sveit skráir hverja sveit. Sá er ábyrgur fyrir að láta aðra sveitameðlimi vita af skráningunni.
 • Skráninga á sveitum fer fram á „mínum síðum" og er opin á meðan rafræn skráning í hlaupið er opin.
 • Eftir að rafrænni skráningu lýkur er ekki hægt að skrá í sveit eða breyta sveitaskráningu nema allir meðlimir sveitarinnar undirriti umsókn þess efnis.
 • Athugasemdir vegna úrslita í sveitakeppni þurfa að berast Reykjavíkurmaraþoni á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eigi síðar en kl.16 daginn eftir hlaup.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.