Heim flag

Reglur

Eftirfarandi reglur gilda fyrir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

 1. Þátttakendur skulu hefja hlaupið á auglýstum tíma. Tímatökukerfið er eingöngu virkt á þeim tíma.
 2. Tímatöku lýkur sex tímum eftir að fyrsta vegalengd er ræst. Þeir sem koma í mark eftir sex klukkustundir fá ekki skráðan tíma.
 3. Hlaupnúmerið á að vera sýnilegt allan tímann á meðan hlaupinu stendur. Reykjavíkurmaraþon áskilur sér rétt til að vísa þeim sem ekki hafa númer af braut eða af marksvæði.
 4. Tímatökuflaga verður að vera fest á skóinn hjá hlaupurum í tímatökuvegalengdum - „engin flaga enginn tími".
 5. Hlaupnúmer og tímatökuflaga eru skráð á ákveðinn þátttakanda og gildir eingöngu fyrir þann einstakling. Frávik frá því ógildir tímatöku.
 6. Ekki er hægt að skipta um vegalengd á hlaupdegi. Sá sem hleypur aðra vegalengd en skráning segir til um er ekki inni í tímatöku hlaupsins og er ekki gildur þátttakandi.
 7. Aldurstakmörk eru í vegalengdir Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. 42,2 km maraþon er fyrir 18 ára og eldri og 21,1 km hálfmaraþon er fyrir fimmtán ára og eldri. 10 km hlaup er ætlað fyrir 12 ára og eldri og ekki er æskilegt að yngri börn hlaupi. Fólk á öllum aldri getur skráð sig í 3 km skemmtiskokk en börn á aldrinum 0-8 ára geta tekið þátt í Latabæjarhlaupinu. Börn eru á ábyrgð foreldra.
 8. Að minnsta kosti tveir og ekki fleiri en fjórir geta skráð sig í boðhlaup sem er 42,2 km. Aldurstakmark í boðhlaupið er 12 ár. Skrá þarf hvaða hluta af leiðinni hver þátttakandi hleypur. Aðeins er hægt að skipta um hlaupara á ákveðnum skiptistöðvum sem eru eftir 10 km, 20 km og 30 km.
 9. Sá eða sú sem hættir hlaupi verður að láta starfsmann hlaupsins vita af því.
 10. Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum (undanþága fyrir fylgdarmenn fatlaðra). Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja.
 11. Þátttakendum er ekki heimilt að hafa meðferðis hunda eða önnur gæludýr.
 12. Þátttakendum í 10 km - 21,1 km - 42,2 km og boðhlaupi er ekki heimilt að hafa meðferðis kerrur eða vagna.
 13. Þátttakendur á hjólastólum þurfa að vera aftast í upphafi hlaups (sjá nánar hér).
 14. Ekki er leyfilegt að taka þátt í hlaupinu á hjóli, hlaupahjóli eða línuskautum.
 15. Þau sem vilja taka þátt í hlaupinu gangandi með stafgöngustafi verða að vera aftast í upphafi hlaups.
 16. Allir þátttakendur eru beðnir að kynna sér skipulag á marksvæði. Þeir eru góðfúslega beðnir um að fara eftir þeim útgönguleiðum sem skipulagðar hafa verið og virða tilmæli starfsmanna.
 17. Vinsamlegast sýnið öllum starfsmönnum hlaupsins kurteisi og farið eftir leiðbeiningum og fyrirmælum þeirra.
 18. Brot á ofangreindum reglum ógilda þátttökurétt í hlaupinu.

Öllum ábendingum sem þátttakendur vilja koma á framfæri er hægt að koma til skila á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.