Heim flag

Dagskrá hlaupdags

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2013 fer fram þann 24. ágúst og verður þetta í þrítugasta sinn sem hlaupið er haldið.

Tímasetning hlaups í Lækjargötu 24. ágúst 2013

08:40 Maraþon, hálfmaraþon og boðhlaup.
09:35 10 km hlaup
12:15 Skemmtiskokk 3 km
14:40 Tímatöku hætt

Tímamörk eru í maraþoni og boðhlaupi, sex klukkustundir. Þau sem koma í mark eftir lengri tíma en 6 klst fá ekki skráðan tíma.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefst og endar í Lækjargötu fyrir framan útibú Íslandsbanka.

Latabæjarhlaup í Hljómskálagarðinum

13:15 - Upphitun við rásmark
13:20 - Blá leið (6-8 ára) - ræst í 1,3 km hlaup
13:30 - Upphitun við rásmark
13:35 - Gul leið (5 ára og yngri) - ræst í 550 m hlaup
Ræst verður í fjórum hópum eftir röð í Bjarkargötu. Vinsamlega komið í röðina við suðurenda götunnar, næst Hringbraut.

Skemmtidagskrá verður á sviði í suðurenda Hljómskálagarðsins að hlaupi loknu.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.