Heim flag

Skráning góðgerðafélaga 2017

Skráning góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2017 hófst í byrjun janúar. Félög sem tóku þátt í söfnuninni í fyrra fengu póst 5.janúar þar sem þau voru hvött til að skrá sig aftur til þátttöku. Ný félög sem hafa áhuga á að taka þátt í áheitasöfnuninni er bent á að senda upplýsingar um nafn, kennitölu og bankareikning félags á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Skráningu góðgerðafélag lýkur föstudaginn 4.ágúst 2017.

Góðgerðafélög sem hafa fengið aðgang að hlaupastyrkur.is geta skráð sig inn hér til að uppfæra upplýsingar um sitt félag og samþykkja skilmála: http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/profile Sjá stuttar leiðbeiningar hér.

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka er opin fyrir góðgerðafélög sem hafa verið formlega stofnuð á Íslandi og eru með starfandi stjórn og kennitölu. Ekki er hægt að skrá félög sem nota kennitölur eða bankareikninga einstaklinga. Miðað er við að félög í áheitasöfnuninni hafi eitthvert af eftirfarandi rekstrarformum: félagasamtök, áhugamannafélag eða sjálfseignarstofnun sem ekki stundar atvinnurekstur.

Um 5-10% af söfnuðu fé í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer í kostnað við rekstur vefsins hlaupastyrkur.is, greiðslu færslugjalda o.fl. Þess ber þó að geta að bæði korta- og símafyrirtæki slá verulega af sínum gjöldum til að sem mest af söfnuðu fé geti runnið til góðgerðamála. Árið 2016 var kostnaður 5,08% en hann getur verið breytilegur milli ára.

hress 

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.