Heim flag

Saga góðgerðasöfnunar Reykjavíkurmaraþons

Frá árinu 2007 hafa þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka getað hlaupið til styrktar góðu málefni. Tugir miljóna hafa safnast til á annað hundrað góðgerðafélaga í tengslum við hlaupið. Upphæðirnar smáar sem stórar hafa skipt félögin miklu máli og verið notaðar í mörg þörf verkefni.

Árið 2010 var ákveðið að setja enn meiri kraft í áheitamálin með opnun vefsins hlaupastyrkur.is. Aukin sýnileiki hlaupara á nýja vefnum hlaupastyrkur.is skilaði sér heldur betur til góðgerðafélaganna því um 30 milljónir söfnuðust sem er met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons. Það var Íslandsbanki sem gaf hlaupinu og áheitasöfnuninni vefinn.

Árið 2011 var síðan aftur slegið met í áheitasöfnuninni þegar 43.654.858 krónur söfnuðust til 131 góðgerðafélags. Rúmlega 50% þeirra hlaupara sem tóku þátt í áheitavegalengdum Reykjavíkurmaraþons 2011 skráðu sig á hlaupastyrkur.is og söfnuðu áheitum.

Árið 2012 söfnuðust alls 45.987.154 krónur til 130 góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka á hlaupastyrkur.is. Tæplega 80 af þeim 133 félögum sem tóku þátt í söfnuninni fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut og tíu félög fengu meira en milljón.

Árið 2013 söfnuðust alls 72.549.948 krónur til 148 góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka á hlaupastyrkur.is. Þau félög sem safnaðist mest fyrir árið 2013 voru Ljósið, endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda 7,1 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 4,5 milljónir, Krabbameinsfélag Íslands 3,5 milljónir og Hringurinn 2,7 milljónir. 85 af þeim 148 félögum sem tóku þátt í söfnuninni fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, sautján félög fengu meira en milljón.

Árið 2014 söfnuðust alls 85.634.595 krónur til 163 góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka á hlaupastyrkur.is. Þetta er 18% hærri upphæð en safnaðist árið 2013 þegar met var slegið í áheitasöfnun.Þau félög sem safnaðist mest fyrir árið 2014 voru Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 5,6 milljónir, Styrktarsjóður Heiðu Hannesar 4 milljónir og Hringurinn 3,7 milljónir. 110 af þeim 167 félögum sem tóku þátt í söfnuninni fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 26 félög fengu meira en milljón. Sjá nánar í áheitaskýrslunni 2014.

Árið 2015 söfnuðu hlauparar 80.088.516 krónum til 167 góðgerðafélaga. Þau félög sem safnaðist mest fyrir í ár voru Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 5,7 milljónir, Krabbameinsfélag Íslands 3,6 milljónir og MND félagið á Íslandi 2,8 milljónir. 114 af þeim 173 félögum sem tóku þátt í söfnuninni fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 22 félög fengu meira en milljón. Sjá nánar í áheitaskýrslunni 2015.

Árið 2016 var sett nýtt met í áheitasöfnun hlaupsins þegar 97.297.117 krónur söfnuðust til 164 góðgerðafélaga. Þau félög sem safnaðist mest fyrir árið 2016 voru Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 6,7 milljónir, Ljósið 5,4 milljónir og Krabbameinsfélag Íslands 4 milljónir. 118 af þeim 164 félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 27 félög fengu meira en milljón. Skorri Rafn Rafnsson safnaði mest allra einstaklinga á hlaupastyrkur.is, 3.643.500 kr, en aldrei hefur einstaklingur áður safnað eins miklu. Sjá nánar í áheitaskýrslunni 2016 og tölfræðiglærum 2016.

aheit2016-vidurkenningar

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.