Heim flag

Góðgerðamál 2017

Áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram á hlaupastyrkur.is líkt og undanfarin ár. Áheitasöfnunin hefst um leið og skráning í hlaupið þann 11.janúar 2017. Opið verður fyrir skráningu áheita til miðnættis mánudaginn 21.ágúst 2017. 

Hlauptu til góðs

Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta tekið þátt í áheitasöfnuninni. Sjá nánar hér.

Skráning góðgerðafélaga

Aðstandendum góðgerðafélaga sem hafa áhuga á þátttöku í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2017 er bent á að senda upplýsingar um nafn, kennitölu og bankareikning félags á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Skráningu góðgerðafélag lýkur föstudaginn 4.ágúst 2017. Sjá nánar hér.

Áheitasöfnunin 2016

Árið 2016 var slegið nýtt met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka þegar hlauparar söfnuðu 97.297.117 krónum til 164 góðgerðafélaga á hlaupastyrkur.is. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin yfir 545 milljónir.

Þau félög sem safnaðist mest fyrir árið 2016 voru Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 6,7 milljónir, Ljósið 5,4 milljónir og Krabbameinsfélag Íslands 4 milljónir. 118 af þeim 164 félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 27 félög fengu meira en milljón. Sjá nánar í áheitaskýrslunni 2016.

Skorri Rafn Rafnsson safnaði mest allra einstaklinga, 3.643.500 krónur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Aldrei áður hefur einstaklingur safnað eins miklu en gamla metið var 1,6 milljón frá árinu 2014. Hilmir Vilberg Arnarsson safnaði næst mest, 2.833.000 krónur fyrir CMT4A Styrktarsjóð Þórdísar. Í þriðja sæti einstaklinga var Lárus Guðmundur Jónsson sem safnaði 1.848.075 krónum fyrir Bergmál líknar- og vinafélag. Boðhlaupsliðið sem safnaði mestu var liðið Jötunn en þau söfnuðu 243.480 krónum fyrir Hjartaheill. Flest áheit fékk Valdimar Guðmundsson, 384 talsins, en hann safnaði 1.072.500 krónum fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Aldrei áður hefur einstaklingur fengið eins mörg áheit og Valdimar fékk í ár, gamla metið var 341 áheit frá árinu 2014.

Smellið hér til að skoða nánari tölfræði áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2016.

3km-2016

 

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.