Heim flag

Áheitamet á hlaupastyrkur.is

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka lauk á miðnætti í gær á hlaupastyrkur.is. Rúmlega 117 milljónir króna söfnuðust til 152 góðgerðarfélaga. Þetta er um 20% aukning frá því í fyrra þegar rúmlega 97 milljónir króna söfnuðust. Frá því áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hófst árið 2006 hafa um 663 milljónir safnast til góðra málefna.

Góðgerðafélögin fá áheitin greidd til sín í lok október þegar allar greiðslur frá korta- og símafyrirtækjum hafa borist.

Skráðir þátttakendur í hlaupið í ár voru 14.390 og söfnuðu 4.649 þeirra áheitum á hlaupastyrkur.is. Erlendir hlauparar voru um 4000 talsins frá 87 löndum og tóku tæplega 260 þeirra þátt í söfnuninni.

Góðgerðafélögin senda hlaupurum og þeim sem hétu á hlaupara bestu þakkir fyrir stuðninginn.

hlaupastyrkur-isl-2017-8-22