Heim flag

Viltu hlaupa til góðs?

Rúmlega þrjú þúsund þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 eru að safna áheitum til góðra málefna á hlaupastyrkur.is og það er ennþá hægt að bætast í hópinn.

Einfalt að safna

Það er einfalt fyrir skráða hlaupara að stofna aðgang á hlaupastyrkur.is og byrja að safna áheitum. Í örfáum skrefum velur þú þér góðgerðafélag til að hlaupa fyrir og hefur val um að setja inn mynd af þér og segja frá ástæðu þess að þú hleypur fyrir þetta málefni. Þú getur einnig sett þér söfnunarmarkmið og þannig fylgst með á skemmtilegan hátt hvernig þinni söfnun gengur. Hægt er að deila söfnunarsíðu hlaupara á samfélagsmiðlum og hvetja þannig vini og vandamenn til að heita á sig. Smelltu hér ef þú vilt hlaupa til góðs.

Það ættu allir að geta fundið sér málefni til að safna áheitum fyrir því 158 mismunandi góðgerðafélög eru skráð á hlaupastyrkur.is. Smelltu hér til að skoða lista yfir skráð góðgerðafélög.

Auðvelt að heita á

Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara í Reykavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu. Smelltu hér til að finna hlaupara til að heita á.

Hlauptu í krafti fjöldans

Einstaklingar geta merkt sig í hóp og safnað í krafti fjöldans á hlaupastyrkur.is. Þessi möguleiki getur verið hentugur fyrir fyrirtækjahópa, vinahópa, saumaklúbba o.fl. sem vilja standa saman að því að safna fyrir hin ýmsu málefni. Smelltu hér til að finna nánari upplýsingar um skráningu hlaupahópa.


Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 nálgast nú 600 milljónir. Í fyrra söfnuðu hlauparar 97,3 milljónum til góðra málefna. Kraftur hlaupara lætur svo sannarlega gott af sér leiða.

hlaupastyrkur-isl-2017-8-2